Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1994, Síða 32

Andvari - 01.01.1994, Síða 32
30 DAVÍÐ ODDSSON ANDVARI Geirs og minnist þeirra með mikilli aðdáun. Það var nánast sama, hvar borið var niður, alls staðar var borgarstjórinn vel heima, og öll- um spurningum svaraði hann af sömu vandvirkni. Undraðist ég oft stillingu hans, þegar hann svaraði jafnvel áreitnum og ósanngjörnum spurningum af óbilandi kurteisi. Þess má geta, að andstæðingar Sjálfstæðisflokksins beindu mjög spjótum sínum að borgarstjóranum nýja, Geir Hallgrímssyni, í kosn- ingunum 1962. Það var eitt aðaláróðursefnið gegn Geir, eins og oft síðar, að hann væri vel efnum búinn og ætti til auðmanna að telja. Brá Ólafur Thors þá á það ráð að skrifa mergjaða grein um Geir í Morgunblaðið. Sagði Ólafur meðal annars: „Geir borgarstjóri hafði getið sér góðan orðstír, einnig á athafnasviðinu. En stjórnmálin köll- uðu, og því kalli hlýddi hann. Hann kaus fremur að leggja götur fyrir þúsund milljónir en safna sjálfur milljón, fremur að fást við hin miklu mál allra höfuðstaðarbúa en eigin mál.“ Um það áróðursat- riði, að Geir væri vel efnum búinn, sagði Ólafur: „En ég segi bara - gott ef satt er. Það er ágætt, að borgarstjórinn þurfi ekki að segja sig til sveitar.“ Sjálfur sagði Geir við mig: „Þeir segja að ég sé fæddur með silfurskeið í munninum. Þeir segja ekki gullskeið, sem kannski væri réttara, því það passar ekki við þýðinguna á slagorðinu.“ Fjórum árum síðar, árið 1966, hlaut Sjálfstæðisflokkurinn 48,5% atkvæða í Reykjavík og átta borgarfulltrúa, missti einn. Það var haft á orði í kosningabaráttunni, að sjálfstæðismenn sæktu fyrirmyndir til Bandaríkjanna; voru stór veggspjöld með myndum af Geir og áletr- uninni „Afram“ hengd upp um alla borgina, jafnvel á ruslastampa. Miklar blikur voru hins vegar á lofti árið 1970. Talið var líklegt, að Sjálfstæðisflokkurinn tapaði meirihluta sínum í Reykjavík, enda hafði viðreisnarstjórnin verið við völd í tæp ellefu ár og atvinnulífið aðeins nýtekið að rétta úr kútnum eftir langa kreppu, atvinnuleysi og brottflutning þúsunda manna af landinu. Vinstri bylgja hafði gengið yfir Vesturlönd í skugga Víetnamstríðs og andúð á öllu því, sem flokkaðist undir valdastétt Vesturlanda, var rík. Kosningabaráttan var hörð og tvísýn, og varð viðstöddum minnisstætt, þegar Bjarni Bene- diktsson gekk út af ritstjórnarskrifstofu Morgunblaðsins í Aðalstræti á kjördag, 31. maí 1970 og sagði: „Borgin er töpuð!“ Þegar talið var upp úr kjörkössunum, kom hins vegar í ljós, að Sjálfstæðisflokkurinn hélt naumlega meirihluta sínum í borgarstjórn Reykjavíkur, hlaut 47,7% atkvæða og átta menn kjörna. Þetta fylgi var minna en flokk-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.