Andvari - 01.01.1994, Síða 35
andvari
GEIR HALLGRÍMSSON
33
arstjórnin átti við að glíma í efnahagsmálum, auk þess að
róttæknibylgja fór um þær mundir um öll Vesturlönd. Einnig var það
haft á móti Gunnari að hann var tengdasonur manns sem gegnt hafði
starfi forseta í sextán ár og höfðu menn á orði, að sá væri munur á
lýðveldi og konungdæmi að þjóðhöfðingjastarfið gengi ekki að erfð-
um. Sennilega hefði Gunnar náð kosningu fjórum árum fyrr, árið
1964. Viðreisnarstjórnin státaði þá af góðum árangri og andrúmsloft-
ið í þjóðfélaginu var jákvætt Gunnari.
Eftir ósigur í forsetakjöri hafði Gunnar gerst hæstaréttardómari.
Hann hafði þá verið fjarri eiginlegu lögfræðivafstri í áratugi, að
slepptri ritgerðarsmíð um afmarkað efni, og hefur því starfsemi
Hæstaréttar verið honum æði framandi. Hætt er því við, að honum
hafi þótt daufleg vist í Hæstarétti og kröftum sínum og hæfileikum
illa varið í að leysa úr þrætum borgaranna, sem að mestu voru venju-
bundin verkefni, en erfitt manni, sem hvergi hafði komið nærri í ald-
arfjórðung, þótt vel hafi staðið í fræðunum í öndverðu. Og annað
togaði, því að honum var í blóð borin ástríða til stjórnmálastarfa,
jafnframt því sem margir stuðningsmenn hans lögðu fast að honum
að hefja stjórnmálaafskipti á ný eftir hið skyndilega fráfall Bjarna
Benediktssonar. Flokkurinn þyrfti á öllum sínum mönnum að halda.
Skömmu eftir lát Bjarna gekk Gunnar Thoroddsen á fund Jóhanns
Hafsteins og bauð fram liðveislu sína. í samtalinu við Jóhann kvaðst
Gunnar ætla að segja af sér starfi hæstaréttardómara og taka þátt í
prófkjöri, sem sjálfstæðismenn hugðust efna til haustið 1970 eftir nýj-
um skipulagsreglum flokksins. Gunnar sagðist ekki hafa í hyggju að
bjóða sig fram í formannsstöðuna í Sjálfstæðisflokknum á næsta
landsfundi flokksins, sem vera átti 1971. Hins vegar fyndist sér eðli-
legt að gefa kost á sér í varaformannsstöðuna, sem nú væri laus og
hann hefði gegnt til ársins 1965. Jóhann Hafstein brást fálega við.
Sagði hann Gunnari, að flokkurinn myndi ekki styrkjast við það, að
Gunnar hæfi á nýjan leik stjórnmálaafskipti. Óttaðist Jóhann átök á
milli Gunnars Thoroddsens og Geirs Hallgrímssonar, sem hann eins
og Bjarni taldi framtíðarleiðtoga Sjálfstæðisflokksins. Greindi Jó-
hann þingflokki sjálfstæðismanna efnislega frá þessum orðaskiptum.
Jóhann Hafstein bauð Geir Hallgrímssyni að verða ráðherra
haustið 1970, en Geir taldi sig þurfa að ljúka margvíslegum verkefn-
um í Reykjavík, auk þess sem illa færi á að hann viki úr borgar-
stjórastarfinu svo skömmu eftir kosningar, sem óneitanlega höfðu
3 Andvari