Andvari - 01.01.1994, Síða 37
ANDVARI
GEIR HALLGRÍMSSON
35
Sjálfstæðisflokksins með 582 atkvæðum, Gunnar Thoroddsen hlaut
90 atkvæði, Geir Hallgrímsson 19 atkvæði og aðrir færri. Var þetta
mjög eins og búist hafði verið við. Úrslita í varaformannskjöri var
beðið með eftirvæntingu. Náði Geir Hallgrímsson kjöri með 375 at-
kvæðum, en Gunnar Thoroddsen hlaut 328 atkvæði.
IX
Viðreisnarstjórnin missti þingmeirihluta sinn í kosningunum 1971, en
við tók vinstri stjórn undir forsæti Ólafs Jóhannessonar, formanns
Framsóknarflokksins. Sjálfstæðisflokkurinn mátti að vísu sæmilega
við una, en Hannibal Valdimarsson, sem nú var horfinn úr Alþýðu-
bandalaginu, hafði stofnað nýjan stjórnmálaflokk, Samtök frjáls-
lyndra og vinstri manna, sem tók mikið fylgi frá Alþýðuflokknum.
Stóðu þessi samtök ásamt Framsóknarflokknum og Alþýðubanda-
laginu að stjórninni. Geir Hallgrímsson, sem nú var orðinn þingmað-
ur og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, var ásamt flokkssystkinum
sínum í harðri stjórnarandstöðu, ekki síst vegna þess að á stefnuskrá
vinstri stjórnarinnar var uppsögn varnarsamningsins við Bandaríkin.
Það var verðið, sem Framsóknarflokkurinn varð að greiða fyrir aðild
Alþýðubandalagsins að ríkisstjórn. Geir Hallgrímsson var, eins og
Bjarni Benediktsson á undan honum, eindreginn stuðningsmaður
varnarsamvinnunnar við Bandaríkjamenn og aðildar að Atlantshafs-
bandalaginu.
Haustið 1972 ákvað Geir að láta af starfi borgarstjóra til þess að
geta helgað sig landsmálum, jafnframt því sem rétt væri að veita nýj-
um manni möguleika á að ná þeirri reynslu og yfirsýn, sem borgar-
stjóri þyrfti að hafa er til kosninga kæmi 1974. Varð Birgir ísleifur
Gunnarsson eftirmaður Geirs sem borgarstjóri hinn 1. desember
1972.
A landsfundi Sjálfstæðisflokksins 1973, sem haldinn var 6.-9. maí í
Reykjavík, var Jóhann Hafstein endurkjörinn formaður með 522 at-
kvæðum, Geir Hallgrímsson hlaut 36 atkvæði og Gunnar Thorodd-
sen 25. Nokkur aðdragandi var að þessum landsfundi. Hafði Gunnar
Thoroddsen fyrir fundinn haft í hyggju að bjóða sig fram í formanns-
stólinn og jafnvel hafið nokkurn undirbúning að því. Taldi hann, að
Jóhann Hafstein myndi ekki gefa kost á sér, svo að kosið yrði á milli