Andvari - 01.01.1994, Síða 46
44
DAVÍÐ ODDSSON
ANDVARI
grímsson var endurkjörinn formaður með yfirburðum. Hann hlaut
594 atkvæði, 70,5%, en Albert Guðmundsson hlaut 208 atkvæði,
24,7%. Hafði raunar verið við því búist, að Geir yrði endurkjörinn
með talsverðum mun. Ég greindi opinberlega frá því nokkrum dög-
um fyrir landsfund, að ég hygðist gefa kost á mér til varaformanns,
bæði til þess að styrkja Geir Hallgrímsson, formann flokksins, og í
því skyni að yngja upp forystulið flokksins, sem margir töldu síst
vanþörf á. Flokkurinn hafði allt of lengi liðið fyrir þá togstreitu, sem
var í röðum forystumannanna, og kominn var tími til fyrir menn að
snúa sér að framtíðinni í stað þess að deila um fortíðina. Með fram-
boði mínu vildi ég rjúfa þá sjálfheldu, sem flokkurinn var að sumu
leyti kominn í, þar sem öll mál voru leyst með samningum á bak við
tjöldin, enda vissi ég, að Geir Hallgrímssyni voru slíkir baktjalda-
samningar ekki að skapi, þótt hann vildi mikið til vinna að halda frið
innan flokksins. Óþarft er að taka fram, að ekki taldi ég sigurlíkur
mínar miklar og séð í ljósi sögunar má vissulega saka þann unga
mann, sem í hlut átti, um framhleypni. Ég hafði látið boð berast til
Geirs Hallgrímssonar um hvað verða kynni áður en í framboð var
ráðist. Fékk ég engin viðbrögð. Sjálfsagt er skýringin sú, að menn
hafa ekki tekið þessi áform óbreytts borgarfulltrúa alvarlega. Ég býst
við að ég brygðist eins við í dag! Þegar framboðið lá fyrir hringdi
Geir til mín og við töluðum saman í klukkustund. Hann sýndi mér
mikla vinsemd, en þó fór ekki á milli mála að hann taldi framboðið
hvorki líklegt til sigurs né tímabært að öðru leyti. Hann mæltist á
hinn bóginn ekki til þess að frá því yrði fallið. A landsfundinum sjálf-
um tilkynnti hins vegar einn harðasti andstæðingur Gunnars Thor-
oddsens, Matthías Bjarnason, að hann sæktist eftir að verða kjörinn
varaformaður. Gunnar gaf þá kost á sér áfram til varaformanns, og
urðu úrslit þau, að hann náði kjöri. Hlaut hann 372 atkvæði, 44,3%,
Matthías Bjarnason hlaut 310 atkvæði, 36,9%, en ég hlaut 142 at-
kvæði, 16,9%. Þess má geta til gamans, að aðrir hlutu aðeins 9 at-
kvæði, en 6 seðlar voru auðir. Því hefur stundum verið haldið fram,
að með framboði mínu hafi kjör Gunnars Thoroddsens verið tryggt,
en þá er gert ráð fyrir því, sem er alls óvíst, að þau atkvæði, sem féllu
á mig, hefðu ella fallið á Matthías Bjarnason. Hitt er misminni, sem
fram kemur í bók Matthíasar Bjarnasonar, Járnkarlinum, árið 1993,
að hann hafi boðið sig fram til varaformanns gegn Gunnari Thor-
oddsen árið 1981, eftir að og af því að Gunnar hafi neitað að lúta