Andvari - 01.01.1994, Page 48
46
DAVÍÐ ODDSSON
ANDVARI
ur Alþýðuflokksins var erlendis, þegar honum bárust fréttir af því að
flokkur hans var að fara úr ríkisstjórn! Framganga Vilmundar Gylfa-
sonar í fjölmiðlum hafði ofboðið mörgu fólki, sem studdi Sjálfstæðis-
flokkinn, ekki síst árásir hans á Olaf Jóhannesson og Einar Ágústs-
son og mjög ógætilegar árásir á Hæstarétt landsins. Þegar Vilmundur
varð síðan dómsmálaráðherra í stjórn, sem naut verndar Sjálfstæðis-
flokks, áttu margir flokksmenn erfitt með að skilja samhengi hlut-
anna. Steingrímur Hermannsson spilaði á þetta álit með því að neita
að afhenda sjálfur Vilmundi lyklana að dómsmálaráðuneytinu, en
slíkt var áður óþekkt.
Þingflokkur sjálfstæðismanna ákvað 12. október 1979 að verja
minnihlutastjórn Alþýðuflokksins vantrausti. Samþykkti flokksráð
Sjálfstæðisflokksins þetta tveimur dögum síðar, en minnihlutastjórn
Alþýðuflokksins tók við völdum 15. október. Boðaði hún til kosn-
inga 2. og 3. desember 1979. Sjálfstæðismenn í Reykjavík efndu til
prófkjörs 28. og 29. október til þess að stilla upp á lista sinn fyrir
þingkosningarnar, og urðu úrslit þau, að Geir Hallgrímsson varð í
efsta sæti, en Albert Guðmundsson í öðru sæti. Nú var sá háttur
hafður á, sem hlýtur að teljast eðlilegur, að þátttakendur röðuðu
mönnum í sæti: Sá, sem flest atkvæði hlaut í fyrsta sæti, lenti í því, sá,
sem flest atkvæði hlaut í fyrsta og annað sætið, lenti í því og svo
framvegis. Nú lenti Gunnar Thoroddsen í fjórða sæti, en hefði vænt-
anlega lent í hinu níunda, hefði verið krossað við frambjóðendur í
stað þess að raða þeim.
Svo virtist sem Sjálfstæðisflokkurinn hefði hitt á óskastund og
myndi undir forystu Geirs Hallgrímssonar vinna svipaðan kosninga-
sigur og sumarið 1974 eða meiri. En nú lagðist allt á eitt um að
minnka sigurlíkur flokksins. Klofningur kom upp í tveimur kjördæm-
um. í Suðurlandskjördæmi sætti Eggert Haukdal sig ekki við að taka
þriðja sæti á lista flokksins án prófkjörs og bauð fram sérlista. Þótt
Geir Hallgrímsson ferðaðist um kjördæmið í því skyni að sætta
menn, kom það fyrir ekki. í Norðurlandskjördæmi eystra hafði Jón
G. Sólnes, þingmaður flokksins, verið sakaður um ónákvæmni í bók-
haldi, jafnframt því sem hann var óspart gagnrýndur fyrir að hafa
staðið að flausturslegum virkjunarframkvæmdum við Kröflu.
Ákváðu sjálfstæðismenn í kjördæminu án prófkjörs að setja hann
ekki í öruggt sæti á lista flokksins, en því undi Jón ekki og bauð fram
sérlista eins og Eggert Haukdal. Svo sem nærri má geta, drógu þessi