Andvari - 01.01.1994, Qupperneq 51
andvari
GEIR HALLGRÍMSSON
49
Albert Guðmundsson yfir því bréflega, að hann myndi verja ríkis-
stjórn, er Gunnar myndaði, vantrausti. Tveimur dögum síðar, 5.
febrúar, fól Kristján Eldjárn, forseti íslands, Gunnari stjórnarmynd-
un, og hefur sú ákvörðun verið umdeild síðan, því að Gunnar hafði
þá ekki meirihluta þingmanna í báðum deildum að baki sér. Átti ég
óformlegt samtal við Kristján Eldjárn um þau mál á Bessastöðum á
vormánuðum þessa átakaárs. Er ég ekki í neinum vafa um eftir það
samtal, að forsetinn tók nærri sér að stærsti flokkur þjóðarinnar
skyldi vera klofinn með þessum hætti, þótt hann teldi sig ekki hafa
átt neinn annan kost en þann sem hann tók, eftir því sem hráskinna-
leikur stjórnmálanna þróaðist. Steingrími Hermannssyni, Svavari
Gestssyni og Ólafi Ragnari Grímssyni var allt auðborgað með and-
virðinu að kljúfa Sjálfstæðisflokkinn, stærsta flokk þjóðarinnar.
Ráðuneyti Gunnars Thoroddsens tók við völdum 8. febrúar 1980.
Rétt er að geta þess, að Gunnar gerði það að skilyrði fyrir stjórnar-
myndun, að utanríkisstefnan yrði óbreytt, og samþykktu vinstri
flokkarnir tveir það. Auk forsætisráðherrans, Gunnars Thoroddsens,
voru tveir sjálfstæðismenn í stjórninni, þeir Pálmi Jónsson, sem var
landbúnaðarráðherra, og Friðjón Þórðarson, en hann fór með dóms-
°g kirkjumál. Höfðu þeir Pálmi og Friðjón slegist í för með Gunnari
um það leyti, er hann fékk umboð til stjórnarmyndunar. Þeir Eggert
Haukdal og Albert Guðmundsson veittu stjórninni stuðning, en allir
aðrir sjálfstæðismenn voru undir forystu Geirs Hallgrímssonar í
stjórnarandstöðu.
Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins hafði harmað vinnubrögð Gunnars
Thoroddsens 5. febrúar, og 10. febrúar var flokksráðið kallað saman
til þess að taka afstöðu til stjórnarmyndunar Gunnars. Eftir langar
°g harðar umræður, þar sem þeir Geir Hallgrímsson og Gunnar
Thoroddsen beittu sér báðir, samþykkti flokksráðið ályktun, sem
Geir Hallgrímsson hafði borið fram, svohljóðandi: „Flokksráð Sjálf-
stæðisflokksins lýsir yfir stuðningi sínum við afstöðu miðstjórnar og
þingflokks til stjórnarmyndunar Gunnars Thoroddsens, Alþýðu-
bandalags og Framsóknarflokks. Flokksráðið lýsir því yfir andstöðu
Sjálfstæðisflokksins við ríkisstjórnina og málefnasamning hennar.
Flokksráðið leggur áherslu á, að samstaða sjálfstæðisfólks um land
allt er meginforsenda fyrir framgangi sjálfstæðisstefnunnar, og hvetur
því til einingar og trúnaðar við flokkinn til heilla landi og lýð.“ Var
^ Andvari