Andvari - 01.01.1994, Page 52
50
DAVÍÐ ODDSSON
ANDVARI
fyrri liður ályktunarinnar, sem málið snerist í raun um, samþykktur
með 103 atkvæðum gegn 29, en hinn síðari með öllum greiddum at-
kvæðum.
Geir Hallgrímsson var ekki í öfundsverðu hutverki sem formaður
Sjálfstæðisflokksins um miðjan febrúarmánuð 1980. Undir forystu
hans hafði Sjálfstæðisflokkurinn beðið sáran ósigur tveimur árum
áður og aðeins unnið lítillega á í næstu kosningum á eftir, og nú
hafði varaformaður flokksins myndað stjórn ásamt nokkrum þing-
mönnum fram hjá formanni flokksins og þingflokki. Fyrstu mán-
uðina eftir að stjórn Gunnars Thoroddsens var mynduð, naut hún
mikilla vinsælda. Þótti mörgum sem Gunnar hefði leyst stjórnar-
kreppuna, jafnvel bjargað sóma þings og þjóðar. Öðrum þótti hins
vegar lítill sómi að gjörðum Gunnars og töldu að hann hefði fórnað
hagsmunum flokks og félaga vegna stjórnlauss persónulegs metnaðar
og kært sig kollóttan um hvað ríkisstjórnin var mynduð.
Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 29. október til 1. nóvember 1981
snerist að mestu leyti um undangengna atburði, og féllu þar mörg
orð og þung, enda hafði flokkurinn aldrei komist í aðra eins klemmu
og þraut. I setningarræðu sinni gerði Geir Hallgrímsson grein fyrir
atburðarásinni, er leiddi til þessarar óvenjulegu stjórnarmyndunar,
en hvatti jafnframt til sátta og samstarfs. 1 skriflegri atkvæðagreiðslu
um afstöðuna til ríkisstjórnar Gunnars Thoroddsens urðu úrslit þau,
að 700 fulltrúar greiddu atkvæði gegn henni, en 237 fulltrúar með
henni, en auðu skiluðu 32. Að frumkvæði Geirs Hallgrímssonar var
tillögu frá ungum sjálfstæðismönnum um, að það skyldi þýða úrsögn
úr flokknum, ef þingmenn styddu ríkisstjórnir í andstöðu við flokks-
ráð, vísað til miðstjórnar. Geir vildi mikið til vinna að afstýra fullum
klofningi flokksins. A þessum landsfundi bauð Pálmi Jónsson sig
fram til formanns á móti Geir. Hlaut Geir Hallgrímsson 637 atkvæði,
en Pálmi 209 atkvæði. Ellert B. Schram hlaut 79 atkvæði. Kosið var á
milli þeirra Ragnhildar Helgadóttur og Friðriks Sophussonar í stól
varaformanns, og náði Friðrik kjöri með 549 atkvæðum, en Ragn-
hildur hlaut 381 atkvæði.
Ríkisstjórn Gunnars Thoroddsens reyndist eins og margar aðrar á
þessu tímabili sjálfri sér sundurþykk, og í tíð hennar fór verðbólgan
úr böndum sem aldrei fyrr. Héldu sjálfstæðismenn uppi harðri
stjórnarandstöðu. En vorið 1982 snerist stríðsgæfan að nokkru leyti
við. Þá vann Sjálfstæðisflokkurinn aftur meirihluta í borgarstjórn