Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1994, Side 54

Andvari - 01.01.1994, Side 54
52 DAVÍÐ ODDSSON ANDVARI XIV Stundum er sagt, að á íslandi sé aumingjadýrkun meiri en annars staðar þekkist og sú litla þjóð, sem landið byggir, eigi bágt með að horfa á, að nokkur standi upp úr fjöldanum til lengdar. Vísast eru slík orð vondur dómur og varla sanngjarn. En hann er ekki heldur með öllu út í bláinn. Oft heyrðist, að hann Geir Hallgrímsson væri of flekklaus maður! Hann hlyti að hafa eitthvað misjafnt að fela, þótt hann feldi það betur en aðrir! Aðrir áttu bágt með að unna honum þess, að foreldrar hans höfðu af elju og útsjónarsemi vel fyrir sínum málum séð. Pessi maður, sem fæddur var með silfurskeið í munnin- um og hafði fengið allan frama á silfurfati, gat ekki verið fær um að setja sig í annarra spor, hvað þá hugsa af velvild og sanngirni um annarra velferð. Þannig var skrifað og þó miklu meira skrafað - líka af sumum samherjum hans. Á íslenskan mælikvarða var Geir í ágæt- um efnum. Hann barst þó aldrei á og því síður var hann á nokkurn hátt blindaður af velgengni sinni. Sem borgarstjóri og einnig síðar var hann óspar á þann tíma sem hann gat nýtt til að hlusta á sjónar- mið og lýsingar á vandamálum annarra og leitast við að greiða götu þeirra. Hann var að vísu kröfuharðari til þess að úrræðin væru innan alls velsæmis en sumir þekktir „fyrirgreiðslupólitíkusar“ hafa verið. Á löngum ferli hans sem borgarstjóra var honum nánast aldrei núið neitt misjafnt um nasir, sem er næsta einstætt, þótt fjölmiðlaumræð- an hafi að vísu ekki verið komin niður á það stig, sem hún er nú á. Geir bjó við samfelldan áfallalausan pólitískan feril frá 1959 til 1978 og vann stundum glæsta sigra, eins og sigurinn í alþingiskosn- ingum 1974 og varnarsigurinn í borgarstjórnarkosningum 1970, svo ekki sé talað um þjóðarsigurinn í landhelgismálum 1976. En ef til vill reis Geir Hallgrímsson hæst sem stjórnmálamaður árin 1980 til 1983, þegar mótlætið var hvað mest. Hann gerði sér grein fyrir því, að hann yrði að leiða flokkinn fram yfir kosningarnar 1983, því að eng- inn annar var til þess í þingflokki sjálfstæðismanna um þær mundir, og hann kyngdi hinum beiska bita, sem úrslitin í prófkjörinu í Reykjavík 1982 voru og kom í kjölfar þess, að Sjálfstæðisflokkurinn hafði lent í stjórnarandstöðu með varaformann sama flokks leiðandi ríkisstjórnina. Og hann talaði um fyrir öllum stuðningsmönnum sín- um, sem vildu láta hart mæta hörðu, þótt það kynni að kosta varan- legan klofning flokksins. Þegar hér var komið sögu, hafði Geir lagt
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.