Andvari - 01.01.1994, Síða 56
54
DAVÍÐ ODDSSON
ANDVARI
flokkurinn afsalaði sér forsætisráðuneytinu gegn því að fá fleiri ráð-
herrastóla og ráðuneyti. Hringdi Matthías Á. Mathiesen, sem þá
stjórnaði fundi þingflokksins, til Geirs, þar sem hann var staddur á
ritstjórnarskrifstofu Morgunblaðsins, og tilkynnti honum þessi úrslit.
Þessi skammsýna afstaða þingflokksins varð honum mikil vonbrigði.
Daginn eftir, 26. maí, voru atkvæði greidd um það, hverjir skyldu
verða hinir sex ráðherrar flokksins, en flestir þingmenn flokksins
sóttust eftir ráðherrastöðum. Hafa mörg ráðherraefnin vafalaust val-
ið síðarnefnda kostinn, fleiri ráðherra gegn því að láta stjórnarforyst-
una af hendi, til að efla veika von um eigin frama. Hlaut Geir Hall-
grímsson þá 19 atkvæði til ráðherradóms, Albert Guðmundsson 14
atkvæði, Matthías Á. Mathiesen 13 atkvæði, Matthías Bjarnason 12
atkvæði, Sverrir Hermannsson 12 atkvæði og Ragnhildur Helgadóttir
11 atkvæði. Þrír menn komu næstir þeim sex að fylgi, með 9 atkvæði
hver til ráðherradóms, Þorvaldur Garðar Kristjánsson, Ellert B.
Schram og Friðjón Þórðarson.
Steingrímur Hermannsson, formaður Framsóknarflokksins, varð
forsætisráðherra hinnar nýju ríkisstjórnar, sem tók við völdum 26.
maí 1983. Geir Hallgrímsson varð utanríkisráðherra, Matthías Á.
Mathiesen viðskiptaráðherra, Matthías Bjarnason samgöngu-, heil-
brigðis- og tryggingamálaráðherra, Ragnhildur Helgadóttir mennta-
málaráðherra, Albert Guðmundsson fjármálaráðherra og Sverrir
Hermannsson iðnaðarráðherra. Þessi ríkisstjórn tók rösklega til
hendi í dýrtíðarmálum, og er það kaldhæðni, að hún framkvæmdi í
raun þá stefnu, sem Sjálfstæðisflokkurinn hafði sett fram fyrir þing-
kosningarnar í desember 1979, „Leiftursóknina“ sem svo var kölluð,
en þá höfðu framsóknarmenn verið henni alveg andvígir. Náði ríkis-
stjórnin góðum árangri og virtist standa vel að vígi, þegar kosning-
arnar 1987 nálguðust, en það er önnur saga.
XV
Óhætt er að segja, að Geir Hallgrímsson hafi kunnað vel við sig í stól
utanríkisráðherra frá 1983. Honum voru alþjóðamál ætíð hugleikin,
og hann fylgdist sérlega vel með varnarmálum og alþjóðlegum efna-
hagsmálum. Naut hann þar meðal annars þess, að hann hafði lengi
verið félagi í hinum svonefndu Bilderbergsamtökum, en þar hittust