Andvari - 01.01.1994, Síða 63
kristján kristjánsson
„Að lifa mönnum“
Um skyldur háskólakennara
i
Hafa háskólakennarar einhverjum skyldum að gegna gagnvart samfélaginu
sem þeir búa í? Spurningin sem ég ætla að reifa hér er í sjálfu sér ekki
flóknari en þetta. Ekki er nóg með að hún kunni að virðast óbrotin við
fyrstu sýn; sumum gæti þótt hún hljóma furðu hjákátlega, að minnsta kosti
hér á íslandi. Háskólakennarar, hvort sem þeir starfa í Reykjavík, á Akur-
eyri eða annars staðar á landinu, eru ráðnir af ríkinu til að sinna ákveðnum
verkum: rannsóknum, kennslu og stjórnun, sem skýrt er kveðið á um í
ráðningar- og kjarasamningum. Pessum verkum er meðal annars ætlað að
koma æsku landsins „til nokkurs þroska“, eins og það er einatt orðað, búa
hana undir líf og starf í nútímaþjóðfélagi. Að auki hljóta háskólakennaiar
eins og aðrir að hafa þá skyldu gagnvart vinnuveitanda sínum að gegna
störfum af alúð og trúmennsku; og þar sem þessi veitandi er nú einu sinni
íslenska ríkið, hin formlega umgjörð samfélagsheildarinnar, þá er fólki vor-
kunn að þykja spurningin hér í upphafi nokkuð undarleg. Þó það nú væri
að þessir embættismenn hafi skyldum að gegna gagnvart samfélaginu, það
hggur einfaldlega í hlutarins eðli!
Eins og nærri má geta var það þó ekki ætlun mín að varpa fram spurn-
ingu er byði upp á svo innantómt eða hvínandi satt svar. Leyfið mér því að
°rða spurninguna skýrar eða öllu heldur þrengja hana og skipta upp í tvo
liði. Fyrri liðurinn væri þessi: Ber háskólakennurum skylda til að hafa það
að leiðarljósi við val rannsóknarefna að niðurstöður þeirra geti haft
hagnýtt gildi: stuðlað að bættum hag samfélagsins, efnislegum eða andleg-
um? Seinni liðurinn væri síðan: Hafa háskólakennarar einhverri fræðslu-
eða vegsagnarskyldu að gegna gagnvart almenningi, umfram það sem felst
f starfi þeirra innan veggja háskólans sem stofnunar? Setja þeir um of ljós
sitt undir mæliker í stað þess að leyfa því að lýsa um landsbyggð alla ?
Hvorug þessara afmörkuðu spurninga útheimtir jafn-augljóslega já og
amen og sú sem ég orðaði í upphafi. Samt hygg ég að færa megi rök að ját-