Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1994, Page 79

Andvari - 01.01.1994, Page 79
andvari FYRSTU SKREF f LANDHELGISMÁLINU 77 einu máli um að vernda bæri grunnmið og uppeldisstöðvar, en nokkrir þeirra játuðu fúslega að þeim væri alls ekki ljóst, hvernig það yrði best gert. Margir voru auðsjáanlega hikandi við að segja samningnum upp einhliða og þótt flestir virðist hafa verið hlynntir útfærslu í fjórar sjómílur, stungu sumir upp á því að málið yrði sent Sameinuðu þjóðunum til umfjöllunar. Við lok umræðunnar var samþykkt að senda utanríkismálanefnd þingsins tillöguna til frekari athugunar.8 Pað var gert, en nefndin virðist aldrei hafa skilað áliti. Kann það að hafa stafað af því að ríkisstjórnin hafði þegar haf- ist handa í málinu, en í umræðum um þingsályktunartillöguna skýrði Bjarni Benediktsson frá því að afráðið hefði verið að leita álits sérfræðinga. Kvað hann ríkisstjórnina hafa ráðið Hans G. Andersen, þjóðréttarfræðing, til að kanna málið og koma með tillögur, sem íslensk stjórnvöld gætu byggt á stefnu sína í náinni framtíð.9 í máli Bjarna kom fram, að Hans hefði verið ráðinn til starfans þegar um haustið 1945, skömmu eftir útgáfu Trumanyfirlýsinganna. Hans vann að málinu í rúmt ár, bar það undir erlenda sérfræðinga og samdi að lokum ýt- arlega greinargerð, sem hann afhenti ríkisstjórninni árið 1947. Þar rakti hann sögu hafréttarmála allt frá dögum Rómverja, ræddi hugmyndir lærðra lögspekinga í aldanna rás, fjallaði um landhelgi einstakra ríkja, alþjóða- samninga, tilraunir, sem gerðar hefðu verið til útfærslu, og gerði grein fyrir þeim reglum, sem giltu um fiskveiðitakmörk í flóum og fjörðum. í loka- hluta greinargerðarinnar birti Hans niðurstöður sínar og benti á þær leiðir, sem hann taldi færastar fyrir íslendinga á komandi árum. í lokahluta greinargerðarinnar lagði Hans á það áherslu, að flestar reglur þjóðaréttarins, sem snertu hafréttarmál, væru harla óljósar. Taldi hann reynsluna af athöfnum Bandaríkjamanna og annarra Ameríkuríkja á árun- um 1945 og 1946 sýna, að erfitt yrði að standa á móti verndaraðgerðum strandríkja, svo fremi sem þær væru innan skynsamlegra marka. Hann taldi að íslendingum bæri að fylgja fordæmi Suður-Ameríkuríkja og lýsa yfir yf- irráðum yfir landgrunninu. Meginmarkmiðið ætti að vera að tryggja sem roestan rétt, en gæta þess jafnframt að sem minnst hætta yrði á árekstrum við aðrar þjóðir. íslendingar yrðu því að fara gætilega og halda öllum leið- um opnum. Mælti Hans með því að stefna íslenskra stjórnvalda byggðist í senn á einhliða aðgerðum og samningum. Fyrstu aðgerðir yrðu að vera á mjög breiðum grundvelli og gæta yrði vandlega að orðalagi á öllum yfirlýs- mgum. Þá yrði auðveldara að semja við aðrar þjóðir, auk þess sem staða ís- lendinga yrði sterkari ef málinu yrði skotið undir úrskurð þriðja aðila, t.d. alþjóðadómstólsins í Haag. Af þessum sökum yrðu fyrstu aðgerðir að hyggjast á traustum vísindalegum grunni, öllum yrði að vera ljóst að þeim v®ri ætlað að koma í veg fyrir óbætanlegt tjón, og þær yrðu að ná til ís- lenskra skipa jafnt sem erlendra. Hans mælti með því að lög yrðu sett um
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.