Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1994, Side 81

Andvari - 01.01.1994, Side 81
andvari FYRSTU SKREF í LANDHELGISMÁLINU 79 ur til hafs frá grunnlínunni.14 Innan nýju fiskveiðimarkanna voru allar veið- ar með botnvörpu og dragnót bannaðar, að því þó undanskildu að íslensk- um skipum voru heimilaðar síldveiðar og breskum togurum var leyft að veiða upp að gömlu þriggja mílna mörkunum á meðan samningurinn frá 1901 væri enn í gildi. Einn megintilgangurinn með þessari útfærslu var sá að stöðva síldveiðar norskra, sænskra, sovéskra og finnskra skipa upp undir landsteinum. Ein ástæða þess að íslensk stjórnvöld fóru sér svo hægt sem raun bar vitni á árunum 1948 og 1949 var sú að þeim þótti hyggilegt að bíða þess að dómur félli í fiskveiðideilu Norðmanna og Breta, en það mál var sent al- þjóðadómstólnum í Haag skömmu eftir að landgrunnslögin voru sett hér á landi árið 1948.15 Fiskveiðideila Norðmanna og Breta átti rætur að rekja til fjórða áratug- arins. Sænsk-norska tvíríkið var ekki aðili að Haag-samningnum svonefnda frá 1882, þar sem þriggja mílna fiskveiðilögsaga var samþykkt sem megin- regla. Þess í stað tóku Norðmenn og Svíar upp fjögurra mílna fiskveiðilög- sögu og féllust Bretar á sögulegan rétt Norðmanna í því efni, þótt það leiddi til þess að erlendum sjómönnum væru bannaðar veiðar í allmörgum norskum flóum og fjörðum. Hinn 12. júlí 1935 var hins vegar gefin út í Nor- egi konungleg tilskipun þar sem fiskveiðimörk við Norður-Noreg voru mið- uð við beinar grunnlínur. Grunnlínurnar voru dregnar á milli fjörutíu og átta punkta á skerjum, eyjum og höfðum og var hin lengsta þeirra 44 mílna löng. Öll hafsvæði innan grunnlínanna lýstu Norðmenn innhöf.16 Með þessari aðgerð stækkaði norska fiskveiðilögsagan að mun, en mestu máli skipti að hin nýja aðferð, að miða fiskveiðimörk við beinar grunnlínur, gat haft mikið fordæmisgildi fyrir önnur strandríki. Eins og vænta mátti mótmæltu Bretar útfærslunni og svo fór, að bresk og norsk stjórnvöld sammæltust um að skjóta málinu til alþjóðadómstólsins, sem skyldi ákvarða hvort aðferð Norðmanna við útfærsluna stæðist alþjóða- lög.17 Heimsstyrjöldin tafði meðferð málsins og var það ekki dómtekið fyrr en árið 1951. Dómur féll 18. desember það ár og komust dómarar að þeirri niðurstöðu með átta atkvæðum gegn tveim, að aðferð Norðmanna við út- fersluna væri á engan hátt andstæð alþjóðalögum.18 Úrslit þessa máls voru mikill sigur fyrir Norðmenn og ekki síður fyrir önnur strandríki. Héðan í frá var útilokað að andæfa fjögurra sjómílna fisk- veiðilögsögu með rökum, og má segja, að dómurinn hafi í raun fellt þriggja sjómílna lögsöguna úr gildi. í honum var staðfest að alþjóðalög hefðu engin ákvæði að geyma um víðáttu landhelgi, en á hinn bóginn hefði sérhvert ríki rétt til þess að taka sér að minnsta kosti þriggja mílna lögsögu.19 Hér eftir mátti því líta á þriggja sjómílna mörk sem lágmark lögsögu, en ekkert var
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.