Andvari - 01.01.1994, Side 83
andvari
FYRSTU SKREF í LANDHELGISMÁLINU
81
helgi, jafnvel með viðbótarbelti í ákveðnum tilvikum. Þessi ríki voru Kól-
umbía, Kúba, Frakkland, Grikkland, íran, Ítalía, Líbanon, Portúgal, Sádi-
Arabía, Spánn, Sýrland, Tyrkland, Uruguay og Júgóslavía.
Sex ríki lýstu sig fylgjandi tólf sjómílna landhelgi: Búlgaría, Ekvador,
Egyptaland, Guatemala, Rúmenía og Sovétríkin og loks gerðu tíu ríki sér-
stakar kröfur með tilliti til landgrunnsins og aðrar að því er snerti fiskveið-
ar og siglingar. Þessi ríki voru: Argentína, Chile, Kosta Ríka, Hondúras,
Island, Suður-Kórea, Mexíkó, Nicaragúa, Panama og Perú.22
Þessi svör staðfestu, að ekki voru lengur rök til þess að líta á þriggja
mílna regluna sem alþjóðalög. Á hinn bóginn greindi aðildarríki Samein-
uðu þjóðanna mikið á í málinu og mátti flestum ljóst vera að það væri
verðugt verkefni fyrir samtökin að koma heildarskipan á þessi mál.
4. Viðbrögð annarra þjóða - fiskveiðideila íslendinga
og Breta 1952-1956
Ollum var ljóst, að niðurstaðan í bresk-norsku fiskveiðideilunni væri ís-
lendingum í hag, og um áramótin 1951-1952 voru breskir ráðamenn sýnilega
teknir að efast um framtíð togveiða Breta hér við land. Þeir vissu ekki með
vissu um fyrirætlanir íslenskra stjórnvalda, en óttuðust að landhelgin yrði
ferð út á sama hátt og gert var fyrir Norðurlandi. Þetta kom m.a. fram í
bréfi, sem J. D. Greenway, sendiherra Breta á íslandi, ritaði utanríkisráðu-
neytinu í Lundúnum 31. desember 1951. Þar kvað sendiherrann fulltrúa
breskra togaraeigenda á íslandi hafa tjáð sér, að „aðeins örfáir“ breskir
togarar myndu stunda veiðar við ísland á árinu 1952, enda ætlunin að
senda þá á Grænlandsmið. í bréfinu spurðist sendiherrann fyrir um það,
hvort ráðuneytinu væri kunnugt um þessar fyrirætlanir, og velti því jafn-
framt fyrir sér, hvort þær gætu hugsanlega haft áhrif á afstöðu Breta í kom-
andi viðræðum við íslendinga.21
Þessi tíðindi virðast hafa komið starfsmönnum utanríkisráðuneytisins
nokkuð á óvart og hófust þeir þegar handa við að afla sér nánari upplýs-
inga. Hinn 7. janúar 1952 skrifaði fulltrúi í ráðuneytinu lögfræðilegum
ráðunauti ríkisstjórnarinnar. í bréfinu vitnaði hann til þess að starfsmenn
Sambands breskra togaraeigenda hefðu tjáð sér, að þar á bæ hefðu menn
velt fyrir sér möguleikunum á auknum veiðum við Grænland og kæmi
hvorttveggja til, ótti við átök við íslendinga og fréttir af aukinni fiskgengd
a Grænlandsmiðum. Togaraeigendur höfðu þó lagt áherslu á, að aðeins
stærstu og best búnu skipin gætu haldið á Grænlandsmið. Þangað væri
langt að sækja, erfitt væri að útvega góð sjókort af svæðinu og viðgerðar-
6 Andvari