Andvari - 01.01.1994, Síða 89
andvari
FYRSTU SKREF í LANDHELGISMÁLINU
87
þess að fá ríkisstjórnir Norðurlandanna til að bera fram mótmæli báru eng-
an árangur.41
Og nú má gera langa sögu stutta. Með mótmælaorðsendingunni 2. maí
1952 lauk í raun beinum afskiptum bresku ríkisstjórnarinnar af þessu máli.
Því var þó engan veginn lokið því um haustið settu breskir togaraútgerðar-
menn bann á löndun úr íslenskum fiskiskipum í Hull og Grimsby. Við því
gat breska ríkisstjórnin lítið gert því útgerðarmennirnir áttu sjálfir öll tæki,
sem notuð voru við landanir, og var bannið framkvæmt með þeim hætti að
Islendingum voru meinuð afnot af þeim.
Löndunarbannið stóð allt til haustsins 1956, er samningar tókust fyrir
milligöngu OEEC í París. Saga þess verður ekki rakin hér, en leggja ber
áherslu á, að það var öðru fremur deila á milli breskra og íslenskra útgerð-
armanna, en ekki milliríkjamál á sama hátt og síðari landhelgisdeilur.
Mörg ríki, sem lönd áttu að norðurhöfum, fylgdu fordæmi íslendinga.
Arið 1953 gerðu Bretar og Danir með sér samkomulag um þriggja mílna
fiskveiðilögsögu við Danmörku og var markalínan dregin með sama hætti
og sú íslenska og stækkaði því danska fiskveiðilögsagan að mun. Tveim ár-
um síðar, 1955, gerðu Danir og Bretar hliðstætt samkomulag um fiskveiði-
lögsögu við Grænland og Færeyjar og 1957 sömdu Bretar og Rússar um tólf
mílna fiskveiðilögsögu við norðurströnd Sovétríkjanna og Finnlands. Þar
með var í raun komið nýtt fordæmi sem íslendingar fylgdu þegar árið 1958.
Lokaorð
Ekki leikur á tvennu að Trumanyfirlýsingarnar, sem gefnar voru út haustið
1945, áttu mikinn þátt í því að breyta almennu viðhorfi til hafréttarmála.
Með yfirlýsingunum gáfu Bandarfkjamenn fordæmi, sem íslendingar
fylgdu með setningu landgrunnslaganna árið 1948. Útfærsla fiskveiðilög-
sögunnar í fjórar sjómílur á árunum 1951 og 1952 var rökrétt afleiðing setn-
ingar landgrunnslaganna og vegna niðurstöðu alþjóðadómstólsins í Haag í
deilu Norðmanna og Breta gátu þeir sem andvígir voru útfærslu íslendinga
lítið að gert. Á sama tíma og íslendingar undirbjuggu útfærsluna í fjórar
sjómílur skipuðu þeir sér í forystusveit á sviði hafréttarmála á vettvangi
Sameinuðu þjóðanna og áttu drjúgan þátt í að hrinda af stað þeirri þróun,
sem leiddi til enn víðtækari réttarbóta til handa strandríkjum.