Andvari - 01.01.1994, Síða 93
andvari
ÞRJÚ LJÓÐ
91
Harmljóð
Vei, örlög Borgesa,
að hafa siglt mörg heimshöf
eða hið eina og einmanalega haf margra nafna,
að hafa verið hluti Edinborgar, Ziirich, Córdobanna beggja,
Kólumbíu og Texas,
að hafa snúið við eftir margar kynslóðir
til gamalla ættaróðala,
til Andalúsíu, til Portúgals og til þeirra greifadœma
þar sem Saxinn háði stríð við Danann og blóð þeirra blandaðist,
að hafa reikað um rautt og kyrrlátt völundarhús Lundúna,
að hafa elst í svo mörgum speglum,
að hafa leitað til einskis marmaraaugnaráða styttnanna,
að hafa rýnt í steinstungur, alfræðirit, kort,
og hafa séð það sem menn sjá,
dauðann, hœga dagskomu, sléttuna
og smágerðar stjörnurnar,
og að ekkert eða næstum ekkert hafa séð
nema andlit stúlku í Buenos Aires,
andlit sem ekki vill vera munað:
vei, þessi örlög Borgesa,
kannski ekki markverðari en þín eigin.