Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1994, Page 102

Andvari - 01.01.1994, Page 102
100 KRISTINN E. ANDRÉSSON ANDVARI og tign spriklar í leiknum. Tjald er ekki dregið fyrir milli sýninga, einungis slökkt, hávaðinn sem fylgir því er skift er um sýningu verkar illa á menn, þótt fljótt gangi. Leikurinn er tilkomumikill, þrunginn glóð æskunnar og krafti og þori snillingsins. Eftir leikhústíma skoðuðum við myndir frá Is- landi heima hjá Kroners og þar á eftir fórum við út og drukkum úr einni flösku vín. Frú Kroner spanderaði eins og endranær. Við ætluðum fyrst í „Hölle“ en Nóra hrökk þegar frá dyrunum með viðbjóði svo að við lentum á heiðarlegri stað. Á föstudaginn skoðuðum við útstillingu á húsgögnum. Voru þau mjög falleg, sléttir fletir, beinar línur, skarpir allir drættir, full- komin kyrrð. Allt einfalt, yfirlætislaust og hagkvæmt. Um kl. 5-714 fór eg í Humbolt-Haus. Þar var „móttöku-te“ fyrir útlenda stúdenta. Lewald hélt stutta, hjartnæma ræðu, síðan var te drukkið. Eg ásamt tveim Ameríkönum sat við borð með einhverjum admiral, philolog og einum og enn einum öld- ungi. Þeir sögðu ekki til nafns síns en spjölluðu margt við okkur og voru hinir alþýðlegustu. Eg held að admiralinn heiti Behnke og er spurning, hvort mér veitist síðar æra sú að drekka te með slíkum höfðingja. Tíu mín- útur fyrir átta fór Prinz, en Nóra varð eftir. Við fórum þrjú og hlustuðum á fiðluleikarann Mischa Elman og urðum hljóð yfir list hans. Síðan fórum við í þögulan veitingastað í Leipzigerstrasse, átum og drukkum, svo að smátt og smátt létti af okkur þunga listarinnar og síðar liðkaðist fullkomlega um málbeinin og gangan um Tiergarten meðfram kónga og keisara röðinni annars vegar og listamannanna hins vegar var háð með mestu kæti undir útskýringum frú Kroners, innskotum okkar Nóru og síðar hinni ógleyman- legu frásögn Nóru um Jón Sigurðsson, komu hans og dvöl í Bielefeld, stöð- ugt inni á milli skýringa frú Kroners á listamönnunum. Eg hló frá mér allt vit á þessari göngu. Snemma í frásögn Nóru kom setningin: „Þegar mamma kom til dyra, stóð maður úti fyrir og sagði ekki orð. Og af því hann sagði ekki orð, vissi hún að það væri íslendingur.“ Öll frásögnin var jafn einföld og listfeng. En inni á milli kváðu við snjallyrði, fyndnar samlíkingar og skrúðmál, fullkomið ritmál frú Kroners. Það var dásamlegt að hlusta á. Kl. 414 kom eg heim. Laugardaginn skoðuðum við málverk Beindorfs heima hjá honum og við Nóra fengum sína radieringuna hvort að gjöf. Beindorf er meðalmaður á hæð, lotinn í herðum, svarthærður með listamannshár, dökkbrýndur með skarpar línur, augabrúnir all-miklar og djúp augu dökk, all-mikið nef, laglegur í andliti, stilltur og hægur í framkomu, yfirlætislaus. Frúin er fyrirferðarmeiri í allri framkomu, lagleg og svarthærð, svartbrýnd með drengjakoll. Hún skildi við fyrri mann sinn til að giftast þessum. Um kvöldið ókum við Nóra til Werner, bróður hennar og dvöldum hjá honum til kl. 11. Eftir það fórum við inn í kaffihús og sátum þar til kl. 2 og töluðum um eðli okkar kunningjanna o.fl. Við skildum með vináttu eins og góð og samrímd systkin. Það er mikil hamingja að eiga góða vini. í því efni hef eg
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.