Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1994, Page 109

Andvari - 01.01.1994, Page 109
ANDVARI HULDULJÓÐ SEM PASTORAL ELEGÍA 107 mín). Hinn óbrotni, einfaldi söngur sem líður um dalinn í byrjun kvæðisins sem og hinn lúni smali (mæddur merkir auðvitað líka dapur þó varla sé átt við það hér) minnir strax á pastoral elegíur: „Thus sang the uncouth Swain to th’Okes and rills“ yrkir Milton í kvæði sínu (186. lína).10 Skáld Jónasar fer því ekki sjálft í smalafötin en tekur fram að söngur sinn sé óbrotinn og smalinn er nálægur alveg frá byrjun kvæðisins. Og þau erindi sem Eggert er látinn kveða eru mjög einföld ávörp til náttúrunnar og þess guðs sem þar býr, og raunar eru vísur hans ortar undir sama einfalda bragarhættinum og vísur smalans í lok kvæðisins. Tvenns konar bragur Það er athyglisvert að Jónas beitir tvenns konar brag í Hulduljóðum. Þau erindi sem skáldið mælir (1.-16., 21.-27.) eru samansett af sex fimm risa lín- um og einkennast af víxlrími nema síðustu línurnar tvær sem ríma með runurími (AbAbCC). Pastoral elegíu fylgdi enginn ákveðinn bragarháttur en þó má nefna hér til hliðsjónar að skáldið Shelley notaði líka fimm risa línur í áðurnefndu kvæði sínu eftir Keats og hafði víxlrím framan af en runurím í lokin eins og Jónas (þó fleiri línur í hverju erindi og síðustu lín- una með sex risum; svokölluð Spenserian stanza). Langar línur eru „hæg- ari“ en stuttar og hafa jafnvel á sér þunglamalegt yfirbragð og falla því vel að íhugulli og tregafullri ræðu eins og þeirri sem gætir í kvæðum Jónasar og Shelleys. Fjórða erindi Hulduljóða sýnir þetta vel: Hvurs er að dyljast? harma sinna þungu, hlægja þeir öld, er ræður þeim ei bót; hvurs er að minnast? hins er hvurri tungu - huganum í svo festa megi rót - ætlanda væri eftir þeim að ræða sem orka mætti veikan lýð að fræða. En kvæðið þróast smám saman frá harmi og íhygli yfir í hrifnæman fögnuð yfir lifandi samkennd manns og náttúru og fullvissu þess að Eggert Ólafs- son hafi ekki lifað og dáið til einskis, og um leið breytir Jónas um bragar- hátt. Ljóðin sem Eggert mælir (17.-20. erindi) og eins þau sem smalinn kveður í lok kvæðisins (28.-30. erindi) eru af allt öðrum toga. Hér notar Jónas brag sem er náskyldur hættinum sem hinn raunverulegi Eggert Ólafsson notaði í Búnaðarbálki sínum. Sá Ijóðaflokkur var náttúrlega grein á sama sveita- sælu-meiðinum og kvæði Jónasar, frjálslegt tilbrigði Eggerts við hina forn-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.