Andvari - 01.01.1994, Page 109
ANDVARI
HULDULJÓÐ SEM PASTORAL ELEGÍA
107
mín). Hinn óbrotni, einfaldi söngur sem líður um dalinn í byrjun kvæðisins
sem og hinn lúni smali (mæddur merkir auðvitað líka dapur þó varla sé átt
við það hér) minnir strax á pastoral elegíur: „Thus sang the uncouth Swain
to th’Okes and rills“ yrkir Milton í kvæði sínu (186. lína).10 Skáld Jónasar
fer því ekki sjálft í smalafötin en tekur fram að söngur sinn sé óbrotinn og
smalinn er nálægur alveg frá byrjun kvæðisins. Og þau erindi sem Eggert er
látinn kveða eru mjög einföld ávörp til náttúrunnar og þess guðs sem þar
býr, og raunar eru vísur hans ortar undir sama einfalda bragarhættinum og
vísur smalans í lok kvæðisins.
Tvenns konar bragur
Það er athyglisvert að Jónas beitir tvenns konar brag í Hulduljóðum. Þau
erindi sem skáldið mælir (1.-16., 21.-27.) eru samansett af sex fimm risa lín-
um og einkennast af víxlrími nema síðustu línurnar tvær sem ríma með
runurími (AbAbCC). Pastoral elegíu fylgdi enginn ákveðinn bragarháttur
en þó má nefna hér til hliðsjónar að skáldið Shelley notaði líka fimm risa
línur í áðurnefndu kvæði sínu eftir Keats og hafði víxlrím framan af en
runurím í lokin eins og Jónas (þó fleiri línur í hverju erindi og síðustu lín-
una með sex risum; svokölluð Spenserian stanza). Langar línur eru „hæg-
ari“ en stuttar og hafa jafnvel á sér þunglamalegt yfirbragð og falla því vel
að íhugulli og tregafullri ræðu eins og þeirri sem gætir í kvæðum Jónasar og
Shelleys. Fjórða erindi Hulduljóða sýnir þetta vel:
Hvurs er að dyljast? harma sinna þungu,
hlægja þeir öld, er ræður þeim ei bót;
hvurs er að minnast? hins er hvurri tungu
- huganum í svo festa megi rót -
ætlanda væri eftir þeim að ræða
sem orka mætti veikan lýð að fræða.
En kvæðið þróast smám saman frá harmi og íhygli yfir í hrifnæman fögnuð
yfir lifandi samkennd manns og náttúru og fullvissu þess að Eggert Ólafs-
son hafi ekki lifað og dáið til einskis, og um leið breytir Jónas um bragar-
hátt.
Ljóðin sem Eggert mælir (17.-20. erindi) og eins þau sem smalinn kveður
í lok kvæðisins (28.-30. erindi) eru af allt öðrum toga. Hér notar Jónas brag
sem er náskyldur hættinum sem hinn raunverulegi Eggert Ólafsson notaði í
Búnaðarbálki sínum. Sá Ijóðaflokkur var náttúrlega grein á sama sveita-
sælu-meiðinum og kvæði Jónasar, frjálslegt tilbrigði Eggerts við hina forn-