Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1994, Side 110

Andvari - 01.01.1994, Side 110
108 SVEINN YNGVl EGILSSON ANDVARI klassísku búnaðarbálka (georgískan skáldskap) þar sem ort var á fræðandi og hagnýtan hátt um bændalíf og sveitastörf. Línurnar í þessum síðari Hulduljóða-hætti Jónasar eru styttri en í þeim fyrri, fjögur ris í stað fimm og þar gætir mjög grípandi runuríms (ababccdd). Þetta er léttur og leikandi bragur, minnir um margt á línur alþýðlegra hátta eins og ferskeytlu og sagnadansa. Raunar vísar Jónas í sagnadansa með hinu fræga stefi sem hann lætur smalann hefja 28. og 30. erindið á: „Það var hann Eggert Ólafsson . . .“ Þetta má heita formúla í ýmsum sagnadönsum, þar sem erindi hefjast ein- mitt á orðunum „Það var hann . . .“ að viðbættu einhverju mannsnafni. Einnig má benda á hvernig Jónas notar anafóru eða forklifun til að ljá ljóð- um smalans alþýðlegt yfirbragð: orðalagið „kvað hann . . .“ er notað hvað eftir annað fremst í línu í 28. og 29. erindi. Hér vinna því bæði bragurinn og stílbrögð að því að árétta alþýðlegan einfaldleikann í orðum smalans. Þó að ljóð Eggerts (17.-20. erindi) hafi líka einfalt yfirbragð og séu ort undir sama bragarhætti og ljóð smalans eru þau ívið hátíðlegri. Jónas beitir þar því óvenjulega stílbragði (sem hann beitir líka eftirminnilega í Dalvísu) að láta ljóðmælandann nota hina fornu fleirtölu „vér“ og „þér“ þegar hann ávarpar náttúrleg fyrirbæri. Ólíkt því sem er í mannheimum veldur þetta ekki aukinni fjarlægð milli þeirra sem í hlut eiga heldur upphefur náttúr- una og gefur til kynna að ljóðmælandinn líti á hana sem jafnoka sinn. Hér nýtist Jónasi líka sú sterka hefð í pastoral elegíu að þar ríkir óvenjuleg sam- kennd náttúru og manns. í þessari kvæðahefð er algengt að fulltrúar nátt- úrunnar gráti hinn gengna mann (sbr. tár Huldu - náttúruandans - í 11. er- indi), en hér birtist gagnkvæm samúð einnig í tali Eggerts við blóm og jurt- ir (17. erindi): Smávinir fagrir, foldarskart, fífill í haga, rauð og blá brekkusóley! vér mættum margt muna hvurt öðru’ að segja frá; prýði þér lengi landið það sem lifandi guð hefir fundið stað ástarsælan, því ástin hans alls staðar fyllir þarfir manns. Stuttar, látlausar línur og grípandi rím koma hér vel til skila þeim upphafna einfaldleika og trúnaðartrausti sem felast í orðum Eggerts. Það er ekki út í loftið sem Jónas skiptir um bragarhátt þegar hið hyggjuþunga skáld þagnar og léttari andi líður inn á sviðið.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.