Andvari - 01.01.1994, Side 117
ARI PÁLL KRISTINSSON
Svo er mál með vexti
Þankar í tilefni af útgáfu orðatiltœkjasafna
i
Málið er í eðli sínu skapandi. Ekki aðeins íslenska, heldur allt mannlegt
mál. Flestar eða allar setningar, sem við segjum, eru myndaðar með virkum
reglum, við öpum ekki setningar eftir öðrum eins og páfagaukar. Við lær-
um ekki setningar hvert af öðru, heldur kunnum við reglur til að raða sam-
an orðum. Sumar þessara reglna eru okkur meira að segja að öllum líkind-
um meðfæddar. Eldri orð og eldri orðatiltæki lærum við reyndar af ná-
unganum. En í hverjum málnotanda býr kraftur til að skapa ný orð og
orðatiltæki. Engin hætta er á því að börnum eða öðrum málnotendum
verði orða eða orðatiltækja vant. Málhæfni þeirra sér til þess að sífellt má
byggja nýtt úr eldri efniviði. Pannig verða sífellt til ný orðtök. Orðabók um
slangur, slettur, bannorð og annað utangarðsmál (1982) geymir ýmis dæmi
um nýleg orðtök, t.d. vera á herðablaðinu/herðablöðunum („vera afar ölv-
aður, útúrfullur, kófdrukkinn“). Full ástæða er til að ætla að orðtök, máls-
hættir og önnur föst orðasambönd verði ávallt til í íslensku, og í tungu-
málum yfirleitt, jafnvel þótt orðatiltækin, sem við kunnum núna, týndust
öll.
Orðtökin gera meira en að auðga málfarið; þegar grafist er fyrir um upp-
runa og hugsunina á bak við mörg orðtök fáum við oft býsna góða innsýn í
verkmenningu og hugsunarhátt genginna kynslóða. Það hlýtur að vera
hluti af málverndarstefnu íslendinga og almennri menningarstefnu að
vinna að því að sá arfur sem eldri orðtök og orðatiltæki geyma glatist ekki,
heldur lifi áfram með þjóðinni og á vörum hennar.