Andvari - 01.01.1994, Qupperneq 120
118
ARI PÁLL KRISTINSSON
ANDVARI
Grípum niður í Islenzku orðtakasafni Halldórs Halldórssonar. Halldór
skýrir merkingu orðtaksins hafa hjartað á réttum stað svo: „vera góðviljað-
ur, göfuglyndur“. Halldór tilgreinir þýska, danska, enska og sænska sam-
svörun orðtaksins (þ. das Herz auf dem rechten Flecke haben, d. have hjer-
tet pá det rette sted, e. one’s heart is in the right place, sæ. hava hjdrtat pá
rátta stállet) og fullyrðir að uppruni þess sé þýskur en það sé til okkar kom-
ið frá Dönum. „Upprunalega merkti orðtakið í þýzku „vera hugrakkur“ og
er í sambandi við hugmyndir um, að hjartað breyti um stað í líkamanum
(stígi upp, falli niður) við geðshræringu (hræðslukennd)“ (1991:220).
Hugmyndin, sem Halldór víkur að, um að hjarta hins hugrakka sé á rétt-
um stað hlýtur að fela í sér að hjarta hins blauða sé það ekki, sbr. orðtakið
bera (vera með) hjartað í buxunum. Orðtakið hjartað loðir við þjóhnappa
kemur fyrir í vísuhelmingi í íslendinga sögu. Eyjólfur Kársson á Stökkum á
Rauðasandi varðist óvinum sínum í „kastala er hann átti þar“. Eyjólfur
varðist alldrengilega en Þorsteinn stami, húskarl hans, er þar var með hon-
um, spurði hvort hann skyldi eigi gefa nautum. „Eyjólfur bað hann fara
hvert er hann vildi og tók hann orlof. Þar um er þetta kveðið:
Sendir rann af Sandi
sundhreins frá bör fleina
hræddr, svo að hjartað loddi
happlaust við þjóhnappa."
(Sturlunga saga 1988:251)
Sendir sundhreins (Þorsteinn) flúði hræddur af (Rauða)Sandi frá fleina bör
(Eyjólfi) með hjartað við þjóhnappa, - með hjartað í buxunum. (Halldór
Halldórsson (1965:52, nmgr. 52) segir að í einu handriti standi ekki „loddi“
heldur „loddit“ (þ.e. „loddi ekki“); m.ö.o.: húskarlinn var svo hræddur að
hjartað tolldi ekki einu sinni við þjóhnappana.)
í margnefndu íslenzku orðtakasafni Halldórs Halldórssonar (1991) eru
sýnd þrjú orðtök með aðalorðið hjarta: hjarta e-s drepur stall, hafa hjartað á
réttum stað, vera með hjartað í buxunum. Hið fyrstnefnda merkir „e-r verð-
ur hræddur“. Orðtakið virðist ekki hafa komist inn í nútímamálið og er þar
eflaust komin skýringin á því að Jón G. Friðjónsson sneiðir hjá því í Merg
málsins. (Að vísu kemur orðtakið e-m drepur stall fyrir í síðari alda heim-
ildum, jafnvel frá s.hl. 19. aldar (Halldór Halldórsson 1965:44-45).)
Undir flettiorðinu hjarta í Merg málsins er að finna samtals 21 orðatil-
tæki og fylgja hverju þeirra ítarlegar skýringar, dæmi og heimildatilvísanir:
bræða hjarta e-s, e-ð er eins og talað út úr hjarta e-s, e-ð gengur hjarta e-s
nœr, e-ð liggur e-m (þungt) á hjarta, e-ð nístir hjarta e-s, e-ð sker e-n í
hjartað, e-ð stendur hjarta e-s næst, e-m blæðir um hjartað, fá hland fyrir
hjartað, hafa ekki hjarta í sér til að gera e-ð, hafa hjartað á réttum stað, hafa