Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1994, Page 122

Andvari - 01.01.1994, Page 122
120 ARI PÁLL KRISTINSSON ANDVARI Orðaforði 20. aldar er að miklu leyti annar en orðaforði 9. aldar. Eigi að síður erum við vön að tala um sama málið og erum harla ánægð með varð- veislu þessa gamla máls. En hvað er átt við með þessu orðalagi? Það mætti óneitanlega skilja sem svo að málkerfið væri aðalatriðið, og að óhætt væri að tala um sama mál vegna þess hve málkerfið er lítið breytt. Ég þykist þó viss um að þeir eru færri sem leggja þann skilning í orðið mál, eða tunga, í þessu og þvílíku samhengi, að átt sé við formið eitt, sjálft málkerfið. Tengslin við fortíðina, sem okkur eru lífsnauðsynleg, geta ekki falist í form- inu einu. . . .málið fræga söngs og sögu sýnu betra guðavíni, - mál er fyllir svimandi sælu sál og æð, þótt hjartanu blæði. Skáldin hafa ort íslenskri tungu lofsöngva og oft er til þeirra vitnað. En hvað á t.d. Matthías Jochumsson (1980) hér við þegar hann yrkir um „mál- ið“? Mér sepir svo hugur að í því kvæði, sem hér var vitnað til, Bragar-bót (Til Vestur-Islendinga), eigi skáldið við annað en orðflokka, beygingar og setningaskipan, ekki sé ort um form málsins, ílátið, heldur innihaldið, það sem ílátið geymir: orðin hvert í samhengi við annað, bestu bækur Islend- inga, sögur og kvæði og ekki hvað síst fleyg orð og orðatiltæki úr bók- menntasögunni. Ég líkti málkerfinu við ílát rétt í þessu; mestur hluti menningarsögunnar er geymdur í því. Innihaldið er munnlegur og skriflegur málarfur kyn- slóðanna. Það sem skáldið segir „sýnu betra guðavíni“ eru minningar þjóð- arinnar, það sem sagt hefur verið á þessu máli. Það er sannarlega grund- vallarforsenda að ílátið sé óskemmt en takmarkið hlýtur að vera að inni- haldið varðveitist óbrenglað frá kynslóð til kynslóðar. Auðvitað þarf að gæta þess að grundvöllinn vanti ekki og málræktar- menn, og flestir eða allir íslendingar eru málræktarmenn, mega ekki til þess hugsa að beygingar málsins breytist eða framburður taki stakkaskipt- um. „Ef forníslenskur texti er borinn saman við nútímaíslensku annars veg- ar og nútímadönsku hins vegar t.d., sjást afleiðingar mishraðra málbreyt- inga allvel og kerfisbreytingar eru áhrifamestar, ef svo má segja. Þess vegna hefur mönnum verið annt um kerfin“ (Höskuldur Þráinsson 1985:13). Ei- ríkur Rögnvaldsson segir á sama vettvangi að það skipti máli að þjóðin sé læs og skrifandi, og að málkerfið haldist óbreytt í aðalatriðum. Par er það líklega beygingakerfið sem við þurfum að beina athyglinni að. Pað er vegna þess að eins og allir vita hafa beygingar minnkað mikið í flestum skyldum málum, og mætti því búast við tilhneigingu til sömu þróunar í íslensku. Það væri mikill skaði - ekki vegna þess að málið yrði eitthvað ljótara eða ófullkomnara við missi beyging-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.