Andvari - 01.01.1994, Page 122
120
ARI PÁLL KRISTINSSON
ANDVARI
Orðaforði 20. aldar er að miklu leyti annar en orðaforði 9. aldar. Eigi að
síður erum við vön að tala um sama málið og erum harla ánægð með varð-
veislu þessa gamla máls. En hvað er átt við með þessu orðalagi? Það mætti
óneitanlega skilja sem svo að málkerfið væri aðalatriðið, og að óhætt væri
að tala um sama mál vegna þess hve málkerfið er lítið breytt. Ég þykist þó
viss um að þeir eru færri sem leggja þann skilning í orðið mál, eða tunga, í
þessu og þvílíku samhengi, að átt sé við formið eitt, sjálft málkerfið.
Tengslin við fortíðina, sem okkur eru lífsnauðsynleg, geta ekki falist í form-
inu einu.
. . .málið fræga söngs og sögu
sýnu betra guðavíni, -
mál er fyllir svimandi sælu
sál og æð, þótt hjartanu blæði.
Skáldin hafa ort íslenskri tungu lofsöngva og oft er til þeirra vitnað. En
hvað á t.d. Matthías Jochumsson (1980) hér við þegar hann yrkir um „mál-
ið“? Mér sepir svo hugur að í því kvæði, sem hér var vitnað til, Bragar-bót
(Til Vestur-Islendinga), eigi skáldið við annað en orðflokka, beygingar og
setningaskipan, ekki sé ort um form málsins, ílátið, heldur innihaldið, það
sem ílátið geymir: orðin hvert í samhengi við annað, bestu bækur Islend-
inga, sögur og kvæði og ekki hvað síst fleyg orð og orðatiltæki úr bók-
menntasögunni.
Ég líkti málkerfinu við ílát rétt í þessu; mestur hluti menningarsögunnar
er geymdur í því. Innihaldið er munnlegur og skriflegur málarfur kyn-
slóðanna. Það sem skáldið segir „sýnu betra guðavíni“ eru minningar þjóð-
arinnar, það sem sagt hefur verið á þessu máli. Það er sannarlega grund-
vallarforsenda að ílátið sé óskemmt en takmarkið hlýtur að vera að inni-
haldið varðveitist óbrenglað frá kynslóð til kynslóðar.
Auðvitað þarf að gæta þess að grundvöllinn vanti ekki og málræktar-
menn, og flestir eða allir íslendingar eru málræktarmenn, mega ekki til
þess hugsa að beygingar málsins breytist eða framburður taki stakkaskipt-
um. „Ef forníslenskur texti er borinn saman við nútímaíslensku annars veg-
ar og nútímadönsku hins vegar t.d., sjást afleiðingar mishraðra málbreyt-
inga allvel og kerfisbreytingar eru áhrifamestar, ef svo má segja. Þess vegna
hefur mönnum verið annt um kerfin“ (Höskuldur Þráinsson 1985:13). Ei-
ríkur Rögnvaldsson segir á sama vettvangi að það skipti máli
að þjóðin sé læs og skrifandi, og að málkerfið haldist óbreytt í aðalatriðum. Par er
það líklega beygingakerfið sem við þurfum að beina athyglinni að. Pað er vegna þess
að eins og allir vita hafa beygingar minnkað mikið í flestum skyldum málum, og
mætti því búast við tilhneigingu til sömu þróunar í íslensku. Það væri mikill skaði -
ekki vegna þess að málið yrði eitthvað ljótara eða ófullkomnara við missi beyging-