Andvari - 01.01.1994, Page 124
122
ARI PÁLL KRISTINSSON
ANDVARI
áfram aðgengilegir öllum málnotendum. Það er því ekki nóg að hyggja að
því að málkerfið sem slíkt haldist í aðalatriðum lítið breytt. Það þarf einnig
að huga að þekkingu á orðaforða fyrri alda. Við verðum að hafa aðgengi-
legar upplýsingar um eldri orð og orðtök og merkingu þeirra. Ekki dugir
að hella niður úr ílátinu í hugsunarleysi. Lestur bókmennta frá öllum tím-
um er eflaust lykilatriði í þessu efni.
Orðtökin geta jafnvel enn frekar en einstök orð verið lyklar að horfnum
eða hverfandi hluta íslenskrar menningar enda er í mörgum þeirra fólginn
fróðleikur um vinnubrögð og viðhorf genginna kynslóða. Málræktar- eða
málverndarstefna íslendinga hlýtur m.a. að felast í því að leiðbeina um
merkingu og notkun orða og orðatiltækja. Allar rannsóknir og rit um ís-
lensk orðatiltæki og orðaforða almennt að fornu og nýju stuðla þannig að
málrækt og málvernd, eru til stuðnings málnotanda nútímans og auðvelda
honum aðgang að gömlum textum.
HEIMILDIR
Eiríkur Rögnvaldsson. 1985. Málstefnan í nútíð og framtíð. Skíma 21:7-10.
Halldór Halldórsson. 1965. Hjarta drepr stall. íslenzk tunga VI:38-70.
Halldór Halldórsson. 1991. íslenzkt orðtakasafn. 3. útgáfa, aukin og endurskoðuð. íslenzk
þjóðfræði. Almenna bókafélagið. Reykjavík.
Haraldur Matthíasson. 1994. Mergur málsins - nokkrar athugasemdir. Lesbók Morgun-
blaðsins 27. ágúst 1994, bls. 4-5.
Höskuldur Þráinsson. 1985. Um málnotkun og málvöndun. Skíma 21:13-16.
Jakob Benediktsson. 1964. Þættir úr sögu íslenzks orðaforða. Þœttir um íslenzkt mál eftir
nokkra íslenzka málfrœðinga, bls. 88-109. Almenna bókafélagið. Reykjavík.
Jón G. Friðjónsson. 1993. íslenzk orðatiltœki. Mergur málsins. Uppruni, saga og notkun.
Örn og Örlygur bókaklúbbur hf. Reykjavík.
Matthías Jochumsson. 1980. Ljóð. Úrval. Ólafur Briem bjó til prentunar. Rannsóknastofnun
í bókmenntafræði og Menningarsjóður. Reykjavík.
Orðabók um slangur, slettur, bannorð og annað utangarðsmál. 1982. Ritstj. Mörður Árna-
son, Svavar Sigmundsson og Örnólfur Thorsson. Svart á hvítu. Reykjavík.
Sturlunga saga. 1988. Svart á hvítu. Reykjavík.
Svavar Sigmundsson. 1994. Hinn danski mergur málsins. Jónina hans Jóns G. Friðjónssonar
fimmtugs 24. ágúst 1994, bls. 106-113. Reykjavík.
Sölvi Sveinsson. 1993. íslensk orðtök með skýringum og dæmum úr daglegu máli. Iðunn.
Reykjavík.