Andvari - 01.01.1994, Blaðsíða 125
GUNNAR KARLSSON
Prjár sögur úr frelsisbaráttunni
Aðalgeir Kristjánsson: Endurreisn Alþingis og þjóðfundurinn. Rv., Sögufélag, 1993.
461 bls.
Sveinn Skorri Höskuldsson: Benedikt á Auðnum. íslenskur endurreisnarmaður. Rv.,
Mál og menning, 1993. 607 bls.
Sigríður Th. Erlendsdóttir: Veröld sem ég vil. Saga Kvenréttindafélags íslands 1907-
1992. Rv., Kvenréttindafélag íslands, 1993. 527 bls.
I
Enn eru íslendingar iðnir við að skrifa sögur af sókn þjóðarinnar til sjálf-
stæðis, lýðræðis og nútímamenningar. A síðasta ári komu út að minnsta
kosti þrjár miklar bækur sem fjalla um þessi efni hver með sínum hætti,
nær 1600 blaðsíður samtals. Fleiri bækur ársins mætti setja í sama flokk, svo
sem ritgerðasafnið íslenska þjóðfélagsþróun 1880-1990, sem Félagsvísinda-
stofnun og Sagnfræðistofnun Háskóla Islands stóðu að saman. En bækurn-
ar þrjár sem eru taldar hér að framan eru um margt sambærilegar og
mynda í stórum dráttum samfelldan þríleik. Aðalgeir Kristjánsson rekur
sögu sjálfstæðisbaráttunnar frá upphafi og fram yfir lok þjóðfundar 1851,
meðan höfuðstöðvar hennar voru meðal Islendinga í Kaupmannahöfn.
Sveinn Skorri Höskuldsson segir ævisögu eins hinna sjálfmenntuðu ís-
lensku sveitamanna sem tóku upp þráðinn frá Hafnaríslendingum á 19. öld
og settu sér að þoka samfélaginu úr aldagömlu fari yfir á braut evrópsks
menningarsamfélags. Sigríður Th. Erlendsdóttir rekur sögu félagsskapar
sem átti drýgstan þátt í að veita kvenkynshluta þjóðarinnar hlutdeild í
frelsinu sem Hafnaríslendingar og Benedikt á Auðnum höfðu einkum
starfað í handa körlum.
Allt eru þetta merkar bækur, skrifaðar og gefnar út af mikilli alúð og
natni. Bók Sigríðar er glæsilegust þeirra, hreinn skrautgripur með fjöl-
breyttu safni ágætra mynda sem Björg Einarsdóttir hefur valið. Bækur Að-
algeirs og Sveins Skorra hafa venjubundnari svip, líkt og þær væru kynslóð
eldri en bók Sigríðar, en eru báðar vel og snyrtilega út gefnar á sinn hátt.
Allar eru bækurnar reistar á umfangsmiklum rannsóknum, að verulegu