Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1994, Page 131

Andvari - 01.01.1994, Page 131
ANDVARI ÞRJÁR SÖGUR ÚR FRELSISBARÁTTUNNI 129 Benedikts á Húsavík 1904-39 (73-100) er átakanlega viðburðasnauður og hefði orðið dapurlegur lokakafli. Störf Benedikts á listasviðinu eru kannski ekki endilega merkari en stjórnmála- og félagsmálastörf hans, en þau skapa nýstárlegri sögu, enda er það þar sem Benedikt sker sig mest úr hópi samstarfsmanna sinna í félagshreyfingu Suður-Þingeyinga á síðustu áratug- um 19. aldar. Þótt ég sé laglausari en nokkurt nútímatónverk, þótti mér kaflinn um tónlistariðkun Benedikts einna skemmtilegasti hluti bókarinn- ar. Þar er fjallað um efni sem lítið hefur komið inn í þjóðarsöguna fram að þessu, og hvergi verður líklega skýrara hvað sjálfmenntaðir sveitamenn eins og Benedikt gátu verið ákafir og klókir að tileinka sér slitrur af heims- menningu. Ævisöguformið er líka erfitt í sagnfræði vegna þess að söguhetjur sem freista sagnaritara fást oftast við margvísleg viðfangsefni á ævi sinni. Þá verður nánast ógerlegt að setja hvert viðfangsefni í nægilega skýrt sögulegt samhengi til þess að það njóti sín fyllilega. Ekki þarf að fjölyrða um að Benedikt setur ævisöguhöfund sinn ekki síður í þennan vanda en hinn. „Hér verða ekki fluttar hátimbraðar kenningar um hagsögu, pólitíska sögu eða menningarsögu,“ segir Sveinn Skorri í formála (9), vafalaust af því að hann hefur komið auga á að einhverjir mundu sakna slíks. Nú leitast höf- undur vissulega við að setja viðfangsefni söguhetju sinnar í samhengi og skýra til dæmis stjórnmálastefnur sem Benedikt hafði áhuga á (206-08). En til þess að saga hans nyti sín fyllilega sem stjórnmálasaga hefði verið þörf á sérstakri umfjöllun um tengslin á milli róttæks frjálslyndis, sósíalisma, anarkisma og jarðrentustefnu á árunum í kringum aldamótin, því að Bene- dikt hrærðist á mörkum þessara stefna. Aftur á móti hefði slík umfjöllun, og hliðstæð um önnur áhugamál Benedikts, sprengt ramma ævisögunnar. Ævisagan virðist þannig dæmd til að verða svolítið rýr í málefnasniðinu. En vandi höfundar hefði orðið nokkru minni ef hann hefði valið harkalegar úr söguefni sínu, farið hraðar yfir, haldið sig strangar við söguhetju sína og það sem sérkennir hana. VI „Saga Kvenréttindafélagsins fjallar ekki einungis um félagið sjálft heldur einnig um kvennabaráttu þessarar aldar.“ Þessu lofar formaður félagsins í formála bókar Sigríðar Th. Erlendsdóttur (9). Þar er bókin líka sögð vera framlag félagsins til kvennabaráttu nútímans og menningarsögu þessarar aldar (10). í samræmi við þessi fyrirheit fer bókin af stað sem nokkuð breið saga kvenréttindabaráttu. Forsaga félagsins tekur um áttunda hluta af meg- inmáli bókarinnar; það er komið aftur á bls. 67 þegar félagið er stofnað. Þá 9 A ndvari
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.