Andvari - 01.01.1994, Side 134
132
GUNNAR KARLSSON
ANDVARI
hefur verið á kvennasögu síðustu tvo áratugi hlýtur að fara að leiða til þess
að frelsisbarátta kvenna verði skráð ekki miður en karla.
VII
Það átti annars ekki að vera aðalniðurstaða mín að Sigríður kæmist
skemmra með kvennasöguna en Aðalgeir og Sveinn Skorri með karlasög-
una. Aftur á móti vildi ég leiða athyglina að því að frelsisbaráttusaga okkar
er farin að þarfnast nýrra vinnubragða. Þess hefur gætt nokkuð að undan-
förnu að stjórnmálasaga þyki gamaldags í samanburði við sögu af dagleg-
um lífsháttum almennings. Fyrir tveimur árum var ég staddur þar sem
starfsmenn Máls og menningar kynntu útgáfubækur jólavertíðarinnar fyrir
hópi starfsfólks í bóksölu. Það var talsverður kliður í salnum meðan út-
gáfustjórinn sagði frá hverri bókinni af annarri. Svo kom hann að bók Ingu
Huldar Hákonardóttur, Fjarri hlýju hjónasængur. Um leið og hann nefndi
undirtitil bókarinnar, Öðruvísi íslandssaga, datt skyndilega allt í dúnalogn,
allir fóru að leggja við hlustir. Við sem höfum mætur á sögum af baráttu
fólks fyrir breyttu samfélagi, sjálfstæði og mannréttindum, verðum að mæta
þessari ögrun með því að fara að hugsa okkar gang upp á nýtt.
Háskóla íslands
Reykjavík
TILVÍSANIR
1 Kvenréttindafélag íslands 40 ára 1907-1947. Minningarrit. Rv„ Kvenréttindafélag Islands, 1947.
2 Guðmundur Hálfdanarson: „Biskupasögur hinar nýju. Um ævisögur fjögurra stjórnmála-
manna.“ Saga XXXI (1993), 169-90.
3 Sbr. Guðjón Friðriksson: Ljónið öskrar. Saga Jónasar Jónssonar frá Hriflu. III. Rv„ Ið-
unn, 1993.
4 Alþingistíðindi 1922 A, 210-12 (þskj. 58); C, 67-209. - Guðmundur Finnbogason: Alþingi
og menntamálin (Rv„ Alþingissögunefnd, 1947), 111-12 (Saga Alþingis V).
5 Pórbergur Þórðarson: Ýmislegar ritgerðir II (Rv„ Mál og menning, 1977), 52 („Einum
kennt - öðrum bent“).