Andvari - 01.01.1994, Síða 135
HANNES HÓLMSTEINN GISSURARSON
Frá frumstæðu bændaveldi
til fjölþætts nútímaskipulags
Þróun íslensks þjóðlífs 1880-1990 í augum nokkurra
frœðimanna í félagsvísindum
íslenskt þjóðlíf tók stakkaskiptum á rúmlega hundrað árum, frá 1880 til
1990. íslendingum snarfjölgaði, meðalævi lengdist, þjóðin komst úr fátækt í
bjargálnir, fólk fluttist úr sveitum í bæi, bændaveldi breyttist í útgerðar- og
viðskiptaskipulag, hefðbundinn virðingarstigi þokaði fyrir frjálsu starfsvali,
lýðræði tók við af nýlendustjórn, opið hagkerfi kom í stað sjálfsþurftabú-
skapar og svo framvegis. Nú hafa nokkrir fræðimenn, tengdir Sagnfræði-
stofnun og Félagsvísindastofnun Háskóla íslands, sest niður og skrifað rit-
gerðir um þróun þjóðlífsins þetta tímabil, og birtust þær í ritinu íslensk
þjóðfélagsþróun 1880-1990, sem kom út á vegum þessara tveggja stofnana
haustið 1993. Helstu hvatamenn verksins voru Ingi Sigurðsson sagnfræði-
prófessor og Stefán Ólafsson, prófessor í þjóðfélagsfræði, en ritstjórar voru
Guðmundur Hálfdanarson, dósent í sagnfræði, og Svanur Kristjánsson,
dósent í stjórnmálafræði. Hugmyndin með verkinu er, að sagnfræðingar og
félagsvísindamenn geti haft gagn af rannsóknum hvorir annarra; saman
geti þessir hópar varpað ljósi á viðburði síðustu hundrað ára. Höfundar eru
auk ritstjóranna, Guðmundar og Svans, þeir Stefán Ólafsson (sem einn á
tvær ritgerðir), Gísli Ágúst Gunnlaugsson, dósent í sagnfræði, Magnús S.
Magnússon, deildarstjóri í Hagstofu Islands, Jón Gunnar Grjetarsson, sem
stundar framhaldsnám í sagnfræði, Sigurður G. Magnússon, sem gerir slíkt
hið sama, og Gunnar Helgi Kristinsson, dósent í stjórnmálafræði.
I
Guðmundur Hálfdanarson á fyrstu og um margt athyglisverðustu ritgerð
bókarinnar, „íslensk þjóðfélagsþróun á 19. öld“. Þar setur Guðmundur
fram þá kenningu, að þróun þjóðlífsins á nítjándu öld hafi síður ráðist af