Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1994, Page 136

Andvari - 01.01.1994, Page 136
134 HANNES HÓLMSTEINN GISSURARSON ANDVARI frumkvæði nokkurra frjálslyndra menntamanna, eins og kennt hefur verið í skólum, en af viðbrögðum við kreppu hins gamla bændaveldis, sem ekki gat framfleytt fólki sómasamlega í sveitum, eftir að því fór að fjölga að ráði. Jafnframt opnuðust markaðir erlendis fyrir sjávarafurðir, og innfluttar vörur lækkuðu í verði miðað við útfluttar; þess vegna gat sjávarsíðan tekið við fólkinu; til urðu kaupstaðir; þá tókst síðast á nítjándu öld að efla tækni við sjósókn, fyrst með skútunum, síðan með vélbátum og togurum. Guð- mundur gengur lengra og segir, að sjálfstæðisbarátta íslendinga hafi að nokkru leyti verið viðnám íhaldssamra bænda og embættismanna við hin- um öru breytingum þjóðlífsins, sem þeir hafi litið á eins og meinsemd frem- ur en eðlilega þróun. Danska stjórnin hafi verið frjálslynd og framfarasinn- uð um margt, sérstaklega eftir að kom fram undir miðja nítjándu öld, en bændur og embættismenn haft tögl og hagldir á íslandi og ekki viljað sjá eða heyra aukið atvinnufrelsi, trúfrelsi og prentfrelsi, heldur viljað halda áfram vistarbandinu til þess að tryggja ódýrt vinnuafl í sveitum og banni við öreigagiftingum til að létta framfærslubyrði af hreppunum. Kenning Guðmundar er róttæk, eins og vera ber, og áreiðanlega mikið til í henni. Hún er holl áminning til okkar um að hætta að segja rómantíska baráttusögu af sjálfum okkur og taka þess í stað að greina alls gáð hlut- skipti okkar í viðsjálli veröld. Hún kemur í beinu framhaldi af og er í góðu samræmi við kenningu samkennara Guðmundar, Gísla Gunnarssonar, um það, að íslendingum sjálfum hafi verið um það að kenna, hversu lengi ein- okunarverslunin danska stóð, enda hafi einokunarverslunin að sumu leyti verið tæki til að flytja fé úr sjávarútvegi í landbúnað, eins konar innheimtu- stofnun fyrir auðlindaskatt. Við þurfum að skilja, að sjálfstæðisbarátta fs- lendinga var (eins og í mörgum nýfrjálsum ríkjum tuttugustu aldar) öðrum þræði valdabarátta, - barátta innlendra ráðamanna, sem vildu meiri völd til þess meðal annars að hægja á breytingum eða jafnvel stöðva þær, við dönsku stjórnina, sem treysti íslendingum lítt til að fara með slík völd. En kenning Guðmundar á sér sínar takmarkanir. Sjálfstæðisbarátta fs- lendinga var þrátt fyrir allt barátta fyrir dreifingu valds. Og helsti leiðtogi hennar var ekki þröngsýnn og stjórnlyndur bóndi eða embættismaður: Jón Sigurðsson var frjálshyggjumaður í klassískum skilningi, sem hafði kynnt sér rit lærisveina Adams Smiths, til dæmis Jean-Babtiste Says hins franska, og Johns Stuarts Mills. (Fróðleg grein er um skoðanir Jóns Sigurðssonar á efnahagsmálum í greinasafni Ólafs Björnssonar prófessors, Einstaklings- frelsi og hagskipulag, sem ég gaf út árið 1982.) Þótt dæmi Jóns Sigurðssonar velti ekki kenningu Guðmundar urn koll, veikir það hana óneitanlega. En ef til vill er ekkert undarlegra, að þjóðin skyldi viðurkenna Jón Sigurðsson sem leiðtoga sinn, en að frjálshyggjumaðurinn Geir Hallgrímsson og hinn stjórnlyndi fyrirgreiðslupólitíkus Matthías Bjarnason skyldu geta starfað
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.