Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1994, Blaðsíða 138

Andvari - 01.01.1994, Blaðsíða 138
136 HANNES HÓLMSTEINN GISSURARSON ANDVARI býli (og raunar líka úr landi, því að mikill hluti þjóðarinnar fór vestur um haf árin 1880-1910) hafi verið viðbragð við erfiðum aðstæðum í sveitum. Pá er athyglisvert, hvernig Gísli Ágúst skýrir fjölda óskilgetinna barna á ís- landi: Á nítjándu öld mátti að talsverðu leyti rekja hann til lagalegra tak- markana á hjúskap vinnufólks; á fyrri hluta tuttugustu aldar dró úr fæðing- um óskilgetinna barna, en síðan jukust þær aftur, en þá kann skýringin meðal annars að liggja í breyttum viðhorfum til hjúskapar og kynlífs. Magnús S. Magnússon skrifar um efnahagsþróun á íslandi 1880-1990. Er ritgerð hans yfirlit yfir helstu tölur og staðreyndir og satt að segja heldur dauflegur lestur. Tvennt vekur þar mesta athygli. Á tuttugustu öld hefur hagvöxtur verið að jafnaði talsvert meiri á íslandi en í öðrum löndum Efnahagssamvinnu- og framfarastofnunarinnar í París, O. E. C. D., hér 4,1% tímabilið 1901-1990, en í öðrum O. E. C. D.-löndum 3,0%. Enn fremur hafa hagsveiflur á Islandi verið sinnar gerðar, ef svo má segja, og í litlu samræmi við hagsveiflur annars staðar. Einn stór brestur er hins vegar á ritgerð Magnúsar: Hann tekst hvergi á við það sérkenni hins íslenska hag- kerfis, að hér hefur verðbólga verið meiri og þrálátari en meðal grannþjóða okkar. Verðbólga hefur sett skýran svip á þjóðlífið og áreiðanlega haft víð- tæk áhrif á hugsunarhátt og framtíðarsýn einnar eða tveggja kynslóða. Sú staðreynd er vissulega dapurleg, að íslensk króna var jafngild hinni dönsku til 1922, en hefur nú fallið niður í einn þúsundasta af danskri krónu (þegar tillit er tekið til hundraðföldunar krónunnar). En þessi staðreynd er líka at- hyglisverð frá sjónarmiði félagsvísindamanna: Hvað veldur? Annað for- vitnilegt rannsóknarefni, sem Magnús gengur alveg fram hjá, er, hvers vegna íslendingar eru ríkir, þrátt fyrir það að þeir nýta auðlind, sem hefur til skamms tíma verið sameign, en hagfræðin kennir okkur, að hætt sé við, að arður af slíkri auðlind sé jafnan étinn upp í offjárfestingum. Það er harla óvenjulegt, að útflytjendur eins hráefnis séu auðug þjóð. Sigurður G. Magnússon skrifar um íslenska alþýðumenningu frá 1850 til 1940. Setur hann fram þá óvæntu kenningu, að íslendingar hafi verið til- tölulega vel búnir undir nútímann vegna nokkurra sérkenna hins íslenska bændaveldis. Ólíkt ýmsum öðrum þjóðum fyrir iðnbyltingu hafi íslendingar litið á vinnuna sem forsendu farsældar, ekki aðeins sem illa nauðsyn, en þetta viðhorf til vinnunnar hafi einmitt verið nútímalegt. Enn fremur hafi Islendingar verið betur að sér en margar aðrar þjóðir, því að menntunin hafi fléttast saman við vinnuna í baðstofum sveitabæjanna á veturna, þar sem afköst jukust, ef menn höfðu eitthvað við að vera, til dæmis upplestur úr bókum eða blöðum. Sigurður segir, að minni munur hafi verið á uppeldi og hversdagslífi í þéttbýli og strjálbýli en hefði mátt ætla. Við greiningu sína styðst hann við um 250 sjálfsævisögur íslendinga á þessu tímabili, en þær eru eins konar aldarspegill, og til viðbótar rannsakar hann ýmsar tíma-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.