Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1994, Síða 143

Andvari - 01.01.1994, Síða 143
ANDVARI FRÁ FRUMSTÆÐU BÆNDAVELDI TIL FJÖLÞÆTTS NÚTÍMASKIPULAGS 141 flokksforystunni. Þetta tókst: Ellert felldi Ólaf Björnsson af þingi 1971 og Friðrik Guðmund H. Garðarsson 1978. Hitt er annað mál, að líklega blésu prófkjörin nýju lífi í flokkinn og urðu honum til góðs á tímabili. Það er og hæpið, sem Svanur segir (372. bls.), að Sjálfstæðisflokkurinn hafi brugðist allt öðru vísi við um og eftir 1970 en flokkar annars staðar í Norður-Evrópu: Hann hafi sinnt félagsmálum frekar, en þeir stefnt í átt til aukins atvinnufrelsis. í fyrsta lagi stefndu borgaralegir flokkar í Norður- Evrópu lítt í átt til aukins atvinnufrelsis fyrr en upp úr 1975, sérstaklega þó eftir 1979, þegar Margrét Thatcher myndaði stjórn á Stóra-Bretlandi. í öðru lagi varð Sjálfstæðisflokkurinn í stefnumörkun sinni mjög samstiga þeirri þróun, jafnvel eitthvað á undan henni. Árið 1973 flutti Jónas H. Har- alz ræðu á landsfundi Sjálfstæðisflokksins um frjálshyggju, sem hafði mikil áhrif á helstu forystumenn flokksins; tæpum tveimur árum áður hafði birst við Jónas forsíðuviðtal í Eimreiðinni, tímariti, sem nokkrir ungir sjálfstæð- ismenn, þar á meðal Davíð Oddsson, Þorsteinn Pálsson, Magnús Gunnars- son, Hrafn Gunnlaugsson, Baldur Guðlaugsson, Jón Steinar Gunnlaugsson og Kjartan Gunnarsson, gáfu út, og vakti það athygli og umræður. Árið 1977 birtist stefnuskrá ungra sjálfstæðismanna undir forystu Friðriks Soph- ussonar, þar sem kveðið var skýrt að orði: Báknið burt! Árið 1978 urðu miklar ritdeilur í blöðum um stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins undir kjörorð- inu Endurreisn í anda frjálshyggju, þar sem þeir Þröstur Ólafsson og Jónas H. Haralz létu mjög að sér kveða. Næsta ár markaði Sjálfstæðisflokkurinn róttæka kosningastefnuskrá undir nafninu Leiftursókn gegn verðbólgu, en hún var að mestu leyti framkvæmd árin 1983-1984. Og árið 1980 hóf tíma- ritið Frelsið göngu sína, en í það skrifuðu margir forystumenn Sjálfstæðis- flokksins; í ritnefnd þess sátu þeir Ólafur Björnsson, Þorsteinn Sæmunds- son, Gísli Jónsson, Jónas H. Haralz og Matthías Johannessen. Um þessar nýju hugmyndir var ekki sérstakur ágreiningur í röðum ungra manna, þótt ýmsir hinir eldri þingmenn flokksins, til dæmis Sverrir Her- mannsson og Matthías Bjarnason, hafi maldað í móinn (en í ráðherratíð sinni gekk Sverrir síðan ötullega fram í því að selja ríkisfyrirtæki, jafnframt því sem Matthías bauð út verkefni á vegum ríkisins). Nutu hinir ungu frjálshyggjumenn fulls stuðnings formanna flokksins þetta tímabil, þeirra Jóhanns Hafsteins, Geirs Hallgrímssonar og Þorsteins Pálssonar. Allt þetta virðist hafa farið fram hjá Svani Kristjánssyni. Hið eina, sem hann hefur við að styðjast, eru tvær greinar í tímaritinu Stefni árið 1971, önnur eftir Styrmi Gunnarsson, þá aðstoðarritstjóra Morgunblaðsins, hin eftir Ellert B. Schram, þá formann Sambands ungra sjálfstæðismanna. Óneitanlega er heimildagrunnurinn heldur veikur. Þess má raunar geta, að Matthías Bjarnason kvartar undan því í viðtalsbók, sem kom út fyrir jólin 1993, að hinir ungu frjálshyggjumenn hafi lagt flokkinn undir sig upp úr 1978, og
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.