Andvari - 01.01.1994, Blaðsíða 148
146
HANNES HÓLMSTEINN GISSURARSON
ANDVARI
hefur löngum verið ríkisafskiptaflokkur. Hugmyndafræði hans hefur sjald-
an verið í anda hinnar klassísku frjálshyggju, þar sem litið er á ríkisumsvif
sem andstæðu einstaklingsfrelsis.“ Það er ekkert samhengi í þessum setn-
ingum, engin tenging, heldur nokkrar óskyldar (og raunar hæpnar) fullyrð-
ingar. Þetta er síður en svo einsdæmi í ritgerð Svans. Eins og ég hef þegar
tekið nokkur dæmi um, er hugsun Svans bersýnilega ekki nógu skýr og
kerfisbundin. Hér á það við, sem hann segir sjálfur um íslensk stjórnmál
(397. bls.): „Rökkrið ríkir í veruleika og vitund. Veruleikinn er lítt skiljan-
legur vegna þess að skýrar reglur eru ekki í heiðri hafðar. Skýrar reglur
verða ekki til, m. a. vegna þess að hugmyndir okkar um hvað við viljum eru
mótsagnakenndar. Þokukenndar hugmyndir og þokukenndur veruleiki
fara saman.“
III
Meginkostur þessarar bókar er, hversu yfirgripsmikil hún er og fróðleg:
Safnað er saman á einn stað nokkrum niðurstöðum nýrra rannsókna á sviði
sögu og stjórnmála. Galli bókarinnar er hins vegar, að ritstjórnin hefur
ekki verið nógu mikil og hörð. í henni eru greinar, sem eiga þangað tak-
markað erindi í núverandi búningi, þar á meðal grein annars ritstjórans,
Svans Kristjánssonar; sú grein er blátt áfram ekki nógu fræðileg til að vera
þessu riti boðleg, eins og ég þykist hafa leitt nokkur rök að hér á undan;
hún er hugleiðing um stjórnmálaástandið í nokkrum mæðutón fremur en
fræðileg greining á íslenskum nútímastjórnmálum. í kenningu sinni um
það, að allir stjórnmálaflokkarnir séu ófærir um stefnumörkun, tekur Svan-
ur ekkert tillit til þess, sem hefur þó áunnist síðustu áratugi, sérstaklega
tvö-þrjú síðustu ár: Verðbólga hefur hjaðnað, mörg ríkisfyrirtæki hafa verið
seld, ríkiseinokun á útvarpi hefur verið felld úr gildi, vinnufriður er sæmi-
legur, fjáraustri úr opinberum sjóðum hefur að miklu leyti verið hætt, við-
skiptahalli hefur verið að hverfa, viðunandi reglur hafa verið settar um
fiskveiðar, frelsi hefur aukist á fjármagnsmarkaði, hið opinbera hefur að
mestu leyti hætt opinberum afskiptum af vöxtum og svo framvegis.
Enn fremur hafa ritstjórarnir ekki gætt að ýmsum smáatriðum, sem þó
ráða saman úrslitum um það, hvort bók getur talist vönduð eða ekki. Eitt
sandkorn fyllir ekki mælinn, en mörg sandkorn gera það. Til dæmis fer oft-
ast illa á því að hafa skammstafanir í meginmáli; þær bera vitni um leti höf-
undar eða fljótfærni; hann á umfram allt að þjóna lesendum sínum. Grein-
armerkjasetning er víðast handahófskennd, sérstaklega kommusetning.
Sums staðar hefur gleymst að draga inn fyrstu línu í nýrri málsgrein í þessu
riti, svo sem á 15. bls. Það sýnir og nokkra nesjamennsku, að vitnað er í