Andvari - 01.01.1994, Page 152
GUNNAR STEFÁNSSON
Ung skáld í aldarbyrjun
Athugasemdir um tvö ný heimildarrit
í Andvara hefur áður verið vikið nokkrum orðum að bókum frá síðustu ár-
um sem varða íslenskar bókmenntir á fyrstu áratugum aldarinnar, hið
merka gerjunarskeið sem kennt er við nýrómantík og í raun táknaði bylt-
ingu í skáldskap og ritstíl. Hér verður haldið uppteknum hætti og drepið á
tvær bækur frá árinu 1992, sem báðar eru heimildarrit um þetta tímabil.
Höfundarnir sem um er fjallað eru á svipuðum aldri, minna en áratugur
skilur þá að. Ritverk þeirra urðu reyndar næsta ólík að gerð og magni, svo
og lífshlaup þeirra. Annar sótti einkum í arfleifð þjóðarinnar en tókst þó
að endurnýja íslenskan ritstíl flestum fremur og samdi stórvirki í óbundnu
máli á langri ævi. Hinn var ljóðskáld í anda nýrómantíkur en bar andblæ
Mið-Evrópu inn í íslenskan skáldskap með örfáum kvæðum. Hann lifði á
fullorðinsárum fjarri ættjörðinni og féll frá ungur. Hér er átt við Þórberg
Þórðarson og Jóhann Jónsson.
Um Þórberg kom út bókin Frumleg hreinskilni. Þórbergur Þórðarson og
menningin á mölinni í upphafi aldar. Höfundur er Helgi M. Sigurðsson, út-
gefendur Árbæjarsafn og Hið íslenzka bókmenntafélag. Eftir Jóhann kom
bréfasafn: Undarlegt er líf mitt! Bréf Jóhanns Jónssonar skálds til sr. Frið-
riks A. Friðrikssonar. Útgefandi er Vaka-Helgafell. Þetta eru hvorttveggja
bækur sem fengur er að, en verða þó einkum til að minna á hve gríðar-
margt er ógert í rannsóknum á íslenskri bókmennta- og menningarsögu.
I
Það vekur athygli að bók Helga M. Sigurðssonar um Þórberg, Frumleg
hreinskilni, er gefin út á vegum Árbæjarsafns, en rit þess fjalla annars sem
að líkum lætur mest um byggðarsögu, húsagerð og minjar í Reykjavík.
Kannski má þó segja að bók um Þórberg eigi ekki alls kostar illa við hér
því hann setti vissulega svip á Reykjavík langa hríð og skrifaði um lífið í
bænum í ýmsum tóntegundum.