Andvari - 01.01.1994, Síða 157
ANDVARl
UNG SKÁLD í ALDARBYRJUN
155
sonar). Jóhann átti ekki afturkvæmt til fslands og dró fram lífið á ritstörf-
um, þýddi m.a. rit eftir Gunnar Gunnarsson á þýsku. Hann lést í Leipzig
haustið 1932, 36 ára gamall. Þá hafði hann fyrir fáum árum birt sitt frægasta
ljóð í tímaritinu Vöku, - Söknuður - Hvar hafa dagar lífs þíns lit sínum
glatað? Þetta var andlátsljóð og brátt lögðu berklarnir skáldið að velli.
A æskuárum Jóhanns er nýrómantíkin að ryðja sér til rúms á íslandi, og
hann kveður í hennar anda, raunar eru flest ljóð Jóhanns skilgetið afkvæmi
hennar. Á menntaskólaárunum í Reykjavík 1918 skrifar hann að nýtt skáld
sé komið fram á sjónarsviðið: „Hann heitir Stefán Sigurðsson. Maður
merkilega líkur mér að útliti og haltur í tilbót. (Berklarnir höfðu gert Jó-
hann haltan). Hann gefur út ljóðabók í haust. . . Maðurinn er fluggáfaður
og lyriker af allra besta tagi. Enda þroskaður maður.“ Jóhann tilfærir
kvæðið Skuggabjörg og segir: „Skáld af fyrsta klassa eins og þú sér á
þessu!“ (93-94). Ekki kemur á óvart að Jóhann finnur til mikillar sam-
kenndar með Stefáni frá Hvítadal, enda er hann af sama skáldaskóla.
Eins og gengur í einkabréfum er vikið hér að mönnum og málefnum sem
ætla má að nútímalesendur átti sig ekki á og er því þörf á skýringum. En
skýringar í þessari útgáfu eru af skornum skammti, aðallega þýðingar á út-
lendum slettum. Þá eru sögð deili á örfáum mönnum, en um flesta stendur
ekki neitt. Svo bregður þó við að útgefandi telur ástæðu til að segja lesend-
um deili á Stefáni frá Hvítadal og Knut Hamsun öðrum fremur! Ekki veit
ég hvaða þekkingarstigi er gert ráð fyrir hjá lesendum ef þarf að upplýsa þá
um annað eins og þetta.
Þáttaskil verða á ferli Jóhanns 1921 þegar hann fer til Þýskalands. Og nú
gerist það sem vænta má þegar íslenskum pilti er varpað út í hinn stóra
heim: Hann verður ráðvilltur. Hann kynnist nú menningarheimi Mið-Evr-
ópu og finnst eðlilega íslensk menning og bókmenntir hin mesta sveita-
mennska. Við erum ekkert annað en epigónar, eftirhermur, segir hann.
Sjálfur kemst hann ekkert áleiðis í skáldskapnum. Nám hans verður
ómarkvisst, hann á vart málungi matar, kona hans yfirgefur hann, heilsan
brestur og heima hefur hann að engu að hverfa.
Frá Bad Grund í Harz-fjöllum ritar Jóhann vini sínum lengsta bréfið
1923, tekur það rúmar 30 síður í bókinni. Þar lýsir hann vel mörgu sem fyrir
augu hefur borið, m.a. Weimar, borg Goethes. Hin gróna borgaralega
menning verkar sterkt - og lamandi á hið íslenska skáld. Hann segir: „Eg
hef lært afar margt hérna í Þýskalandi. Einkanlega hefur kúnstnarinn í mér
fengið margar alvarlegar lexíur. - Já, það er mörg eldraunin sem við íslend-
ingar megum gegnum ganga meðan við erum að samlagast stórmenning-
unni hérna úti. Yfirleitt er það að mörgu leyti sorglegt að vera íslendingur.
Það er í raun og veru sama og að vera utanveltu besefi meðal þjóðanna,
engri þjóð tilheyrandi, því að eins og sakir standa nú eru íslendingar engin