Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1995, Page 7

Andvari - 01.01.1995, Page 7
Frá ritstjóra Á þessu ári hafa gefist tilefni til að minnast tveggja þjóðskálda, þeirra sem einna nákomnastir hafa verið Islendingum, hvor með sínum hætti. Hinn 21. janúar var öld liðin frá fæðingu Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi og 26. maí voru 150 ár frá dauða Jónasar Hallgrímssonar. Sitthvað hefur verið rit- að og rifjað upp á árinu um þessi skáld og er það vel; - verk þjóðskáldanna staðfesta menningarlega sjálfsmynd okkar. Ef við þekkjum ekki svipmót okkar í skuggsjá skáldanna er kannski fremur ástæða til að óttast um að þjóðin sé orðin önnur en hún var en hitt að tíminn hafi unnið á töfrum list- arinnar. Hér verður ekki ritað um Jónas eða Davíð svo sem maklegt væri. Jónas hefur mjög verið á dagskrá í bókmenntaumræðu síðustu árin og verður það ugglaust áfram. Mikilvægur hvati þeirrar umræðu er hin vandaða fræðilega heildarútgáfa á ritverkum hans sem forlagið Svart á hvítu gaf út fyrir nokkrum árum. Andvari lagði reyndar nokkuð til Jónasarumræðu í fyrra með ritgerð Sveins Yngva Egilssonar um Hulduljóð, - og í þessum árgangi birtist í fyrsta sinn á íslensku kafli úr ferðadagbók Jónasar í þýðingu Hauks Hannessonar. - Um Davíð er þess einkum að geta að nú á minningarárinu kom ný útgáfa af ljóðasafni hans í fjórum bindum. Inngang að safninu hef- ur undirritaður samið og verður hér ekki endurtekið neitt af því sem þar stendur. Aðeins er ástæða til að árétta þá menningarlegu sérstöðu Davíðs á þessari öld að halda um langt skeið opinni ljóðrænni áveitu í þjóðlífinu sem svo má kalla; ljóð hans löðuðu íslenskan almenning að lindum skáldskapar- ins öllu fremur, í því felast hin miklu áhrif hans á samtíð sína og eftirkom- endur. Eða hversu margir skyldu þeir vera sem lásu kvæði eftir Davíð sér til ánægju fyrst ljóða? Davíð Stefánsson, eins og önnur íslensk skáld fram undir þetta, byggir á þeim grunni sem Jónas lagði. Það var hann sem opnaði nýja útsýn og inn- sýn til „lands, þjóðar og tungu“ sem annar sporgöngumaður hans á þessari öld, Snorri Hjartarson, kvað um. En minningarár hinna tveggja eyfirsku þjóðskálda, Jónasar og Davíðs, má verða tilefni hugleiðinga um skáldið og þjóðina, það sem bindur okkur menningararfi heimahaganna og þjóðríkinu sem svo er nefnt. Sú hugsun sækir á hvort við séum nú að lifa einhver djúp-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.