Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1995, Side 8

Andvari - 01.01.1995, Side 8
6 GUNNAR STEFÁNSSON ANDVARI tæk menningarsöguleg rof, þegar við stefnum hraðfari inn í nýja öld. Þeir sem telja sig helstu formælendur hennar og spámenn hér á landi hefja á loft fána alþjóðasamstarfs og hafa hiklaust á orði að okkur sé hollast að snúa baki við úreltri þjóðernishyggju. Umræðan um Jónas kemur beint að þessu sem síðast var talið. - Alþýðu- blaðið var einn sá fjölmiðill sem af mestum myndarbrag minntist skáldanna tveggja, Davíðs og Jónasar. Þar á bæ halda menn líka ákafast fram al- þjóðahyggjunni. Á Jónasi sögðu ýmsir menn álit sitt í sérblaði, margar ást- arjátningar voru fram bornar og rætt um það, eins og gengur, að færa þurfi Jónas nær okkur, taka hann niður af stalli goðsögunnar, túlka kvæði hans upp á nýtt. Allt var það þó fremur varfærnislegt. Að minnsta kosti taldi einn af hinum ungu alþjóðasinnuðu jafnaðarmönnum, Birgir Hermannsson stjórnmálafræðingur, ástæðu til að skrifa grein í Alþýðublaðið í framhaldi af minningarblaðinu og minna á að helgidómur Jónasar væri tengdur öðr- um helgidómi: íslenskri sjálfstæðisbaráttu. Hann hélt því fram að nýr skiln- ingur og áhugi á skáldinu yrði nátengdur nýrri orðræðu um þjóðmenningu og sjálfstæðisbaráttu og tæki mið af að þjóðernishyggja skipti nú minna máli en fyrr. í framhaldi af því sagði Birgir: „Ungt fólk nútímans mun vafalaust finna annað áhugavert í skáldskap Jónasar en sú kynslóð sem óx upp við draumana frá 1944. Frægasta ljóð Jónasar, Island, er til að mynda tómt bull. . .(það) er auðvitað samgróið ís- lenskri menningu, en sagan hefur leikið innihald þess grátt. Rómantísk þjóðernishyggja á 19. öld jafnt hér á landi sem annars staðar hefur yfir sér blæ sögunnar um Þyrnirós. Jónas Hallgrímsson var í hlutverki prinsins hug- umprúða sem kyssti hina íslensku Þyrnirós með Islandsljóði sínu svo hún vaknaði upp frá sex hundruð ára svefni. Þessar forsendur eru nú horfnar og ljóðið merkingarlaust.“ („Ástmögur þjóðarinnar“, Alþýðublaðið, 31. maí 1995). Nú er það ekki ný uppgötvun, að þjóðernishyggja og upphafning á tákn- um hennar eigi ekki upp á pallborðið í hugmyndum nútímamanna á sama hátt og fyrr. Þess gætir í túlkun á bókmenntum fyrri tíðar og skrifum sagn- fræðinga. Jónas er nánast eina skáld nítjándu aldar sem bókmenntamenn hafa gefið teljandi gaum síðustu ár og beinist áhugi þeirra þá fyrst og fremst að hinum einkalegu „tilvistarlegu“ kvæðum skáldsins, ekki að menningarpólitískum stefnuskrárkvæðum eins og ísland farsælda frón. En hvernig stendur á því að menn vilja vísa slíku kvæði á bug? I tilvitnaðri grein eru nefndir draumarnir frá 1944. í fyrra minntumst við hálfrar aldar afmælis þess draums sem stofnun lýðveldis táknaði - eða öllu fremur bar lýðveldið með sér ráðningu draums sem fyrri kynslóðir hafði
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.