Andvari - 01.01.1995, Síða 9
ANDVARI
FRÁ RITSTJÓRA
7
dreymt. Um það bera vitni ræður manna og kvæði, allur hugblærinn sem
ríkti 1944. Og í morgunbjarma lýðveldisins minntist þjóðin aldarártíðar
Jónasar Hallgrímssonar, ekki síst fyrir það að ljóð hans „hafa leitt okkur að
hjartarótum landsins og kennt okkur, börnum þess, að elska það,“ eins og
Tómas Guðmundsson komst þá að orði. Enginn talar um Jónas á slíkan
hátt nú. Stafar það af því að ættjörðin, menningararfurinn, sjálfstæðið, sé
mönnum ekki jafnhjartfólgið? Eða telja menn, eins og greinarhöfundur Al-
þýðublaðsins virðist gera, að orðræða um slíkt sé í ljósi samtímans orðin
merkingarlaus?
Um það er ekki deilt að alþjóðasamstarf nútímans felur í sér fullveldis-
skerðingu. Með Evrópusambandinu sem nú er á döfinni er þó lengra geng-
ið en fyrr í ríkjasamruna, enda hefur almenningur í álfunni verið næsta
tregur til að fylgja leiðtogum sínum þá braut. Forsætisráðherra landsins
varð með þjóðhátíðarræðu í ár helsti talsmaður þeirra sem hafna vilja aðild
að sambandinu - og hefur fyrir vikið verið nefndur 19. aldar maður í Al-
þýðublaðinu! Alþýðuflokkurinn einn vill láta sækja um aðild og reyna á
hvaða kjör okkur bjóðast. Ringulreiðin í þessu máli sést best á því að ungir
sjálfstæðismenn boðuðu til þings og lögðu fram ályktun þar sem sagt var að
„ekki væri hægt“ að útiloka aðild íslands að þessu bandalagi, enda ýmsir
áhugamenn um málið í þeim hópi. Eftir að þingfulltrúar höfðu hlýtt á boð-
skap forsætisráðherra og flokksformanns síns var orðið „ekki“ afnumið úr
ályktuninni, nú var sagt „hægt að útiloka aðild“! Á þetta er ekki bent hin-
um upprennandi stjórnmálamönnum til háðungar, heldur sýnir þessi uppá-
koma í dálítið broslegri mynd hversu ráðvilltir menn eru andspænis fram-
vindu í Evrópusamstarfi þessi misseri.
En hvað þá um fullveldið? Erum við reiðubúin til að afsala okkur því?
Fyrir rúmum þrjátíu árum vitnaði íslenskur ráðherra í orð frægs stjórn-
málaskörungs þess efnis að besta leiðin til að vernda fullveldi smáþjóðar sé
að fórna því. Þetta olli fjaðrafoki þá. En hugsunin í þessari mótsögn er sú
að smáríki sem ekki tengist voldugri viðskiptablokk og frjálsu rennsli fjár-
magns milli landamæra muni einangrast, dragast aftur úr og hreppa lakari
lífskjör en aðrar þjóðir. Og hvers virði er formlegt sjálfstæði þjóð sem ekki
getur veitt sér sömu hagsæld og nágrannarnir?
Við lifum á öld sem með öllum vopnum nútíma áróðurstækni og sölu-
mennsku kallar á æ stórfelldari neyslu. Sífellt er verið að finna hugvitssam-
legri leiðir til að örva hana og seilast dýpra í pyngju almennings. Við Is-
lendingar erum ekki eftirbátar neinna í neyslukapphlaupi, við höfum meira
að segja orðið öðrum fljótari að tileinka okkur nýja tækni. Þjóðartekjur hér
eru sagðar með því hæsta sem gerist. Samt er staðhæft að laun séu hér lægri
en annars staðar, velsæld okkar byggist á því að við vinnum meira en aðrir.
Síðustu misseri hefur bólað á því eins og stundum áður að fólk flýi land í