Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1995, Síða 11

Andvari - 01.01.1995, Síða 11
ANDVARI FRÁ RITSTJÓRA 9 verður aðeins byggt lítt framleiðnum múg og mun óhjákvæmilega sogast inn í vítahring hnignunar.“ Það er ástæða til að gefa gaum að svo skorinorðri lýsingu og skýrri framtíð- arsýn. Hinn breski fræðimaður talar áreiðanlega ekki út í bláinn, hitt er lík- legra að hann sé hreinskilnari en margir aðrir. Menn verða gripnir nauð- hyggju andspænis þessari framtíð: svona verður þetta, segja menn. Næsta staðhæfing er svo venjulega sú að við getum ekki „staðið fyrir utan“ fram- vinduna. I lýsingu Angells er fólgin fullkomin fyrirlitning á lýðræðinu. Þeir forustumenn sem vildu knýja samrunaþróun Evrópu áfram áttuðu sig á því að fólkið fylgdi þeim ekki. Almenningur samþykkti ýmist aðild að Evrópu- sambandinu naumlega, eins og í Frakklandi og Svíþjóð, eða hafnaði henni eins og í Noregi. Þegar þetta er ritað hafa Svíar kosið til Evrópuþings og sýna þær kosningar mikil vonbrigði með hið nýja samband og vantrú á því. Fólk er ekki tilbúið að snúa baki við „úreltum slagorðum“ um lýðræði, það vill ekki ofurselja líf sitt hagspekingum sem ekki reynast einu sinni sann- spáir því lífskjörin batna ekki eins og því var talin trú um að gerast myndi. Það er kannski ekkert keppikefli að breyta þjóðríki í fyrirtækisríki sem von bráðar verður aðeins eins og smádeild í hnattrænu risafyrirtæki. Hið íslenska þjóðvinafélag, sem stendur að þessu riti, setti sér það mark- mið þegar það var stofnað 1871, „að reyna með sameiginlegum kröftum að halda uppi landsréttindum og þjóðréttindum íslendinga, efla samheldni og stuðla til framfara landsins og þjóðarinnar í öllum greinum. Einkanlega vill félagið kappkosta að vekja og lífga meðvitund íslendinga um að þeir séu sjálfstætt þjóðfélag og hafi því samboðin réttindi.“ Er þetta bara fornaldarraus sem ekki á við á nýrri öld? Þessi hugsjón var að minnsta kosti vel lifandi þegar lýðveldið var stofnað og hún lifði hjá þeim mönnum sem andæfðu setu erlends hers í landinu og þátttöku í hern- aðarbandalagi, af því þeim þótti hið unga lýðveldi með því komið í trölla- hendur. Þessir menn eru nú kallaðir einangrunarsinnar og þaðan af verri nöfnum. En því verður ekki neitað að afstaða margra þeirra var sprottin af einlægri ættjarðarást og réttmætum áhyggjum um örlög íslands í hörðum heimi. Kjörorð ungmennafélaganna í upphafi aldarinnar var „Islandi allt“. Það er sjálfsagt jafnhlægilegt í augum alþjóðasinna nýrrar aldar og stefnuskrá Þjóðvinafélagsins, vottur um útúrboruhátt og þjóðrembu. En gömlu alda- mótamennirnir áttu sér nú einu sinni þessa hugsjón. í þeim anda unnu ýms- ir ágætustu menntamenn og félagsmálafrömuðir þeirrar kynslóðar. Og þeim tókst að hefja þjóðina, vinna henni sess meðal sjálfstæðra ríkja. Ekk- ert getur verið fjær anda þessara manna en sú kaldrifjaða mannfyrirlitning sem felst í skilgreiningunni á fyrirtækisríkinu sem framleiðanda „mann-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.