Andvari - 01.01.1995, Síða 16
14
JÓN VIÐAR JÓNSSON
ANDVARI
ann og henta þó mörg verka hans, t.d. Draumleikurinn frægi, einkar
vel útvarpsmiðlinum. Ég hygg að Þorsteinn hafi litið svo á, að leik-
húsið væri í grundvallaratriðum alþýðlegt frásagnarform, sem nýtti
sér þætti úr öðrum listum til að ná settu marki; því væri mikið undir
því komið, að söguefnið skilaði sér sem best, en það hefur löngum
verið einn meginstyrkur breskra leikskálda. Einnig er ljóst, að pólit-
ísk róttækni hans hlaut að setja nokkurn lit á val verkefna, þó að
hann gerði sig vitaskuld aldrei sekan um einstefnu af nokkru tagi í
þeim efnum.
Þorsteinn var nefnilega af þeirri kynslóð sem ól með sér háar hug-
myndir um menningarhlutverk íslenska Ríkisútvarpsins. Það leiddi
e.t.v. til þess að virðing fyrir því viðurkennda og óumdeilda bar á
stundum frumleika og dirfsku ofurliði, jafnt í verkefnavali sem list-
rænum vinnubrögðum. Þó má hér ekki horfa framhjá því, að leik-
listardeildin starfaði við upptökuaðstæður, sem voru gjörsamlega
óviðunandi, ekki síst eftir að stofnunin flutti í hús Fiskifélagsins við
Skúlagötu árið 1959. Sú aðbúð, sem deildin mátti sæta þar, var frá
upphafi fyrir neðan allar hellur og gleymist vonandi ekki að geta
þess, þegar saga Ríkisútvarpsins verður rituð. En aðstöðuleysið
breytti ekki því, að gæðakröfurnar voru alltaf mjög strangar, þegar
tekist var á við bitastæð viðfangsefni. Þegar hlustað er á bestu upp-
tökur þessara tíma, finnst manni það hreint aukaatriði, þó að leik-
hljóðin séu í fábrotnasta lagi og þetta sé í rauninni alltaf sama her-
bergið sem leikararnir eru staddir í, því að leiklistin sjálf býr þarna
yfir slíkum töfrum, að allt annað hverfur í skuggann. Það er fullvíst,
að mörg þessara gömlu útvarpsleikrita munu gleðja menn miklu
lengur en margt af því sem hið hátæknivædda „útvarpsleikhús“, sem
nú kallar sig svo, hefur verið að fást við á þeim tíma sem síðan er lið-
inn.
Oft er klifað á því, hversu list leikarans sé hverful; hennar fái
menn aðeins notið þá stuttu stund sem hún varir og síðan ekki sög-
una meir. Sannleikurinn er þó sá, að miklir leikarar skilja eftir sig
margvísleg spor, einnig þeir sem voru uppi áður en hljóð- og mynd-
ritunartækni nútímans kom til sögunnar og við getum því ekki
kynnst lengur af eigin raun. Hvað Þorstein varðar, þá er merkilegt
og fjölbreytt sýnishorn af list hans geymt í hljóðritasafni Útvarpsins,
eins og hlutverkaskráin aftan við þessa ritgerð sýnir. Hún nær
að vísu aðeins til sviðshlutverka hans, en þar er einnig merkt sér-