Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1995, Side 22

Andvari - 01.01.1995, Side 22
20 JÓN VIÐAR JÓNSSON ANDVARI sjálfan mig hvort Gleipnir leiklistarinnar hafi ekki einmitt á þessari stundu verið mér felldur.“5 Arið eftir leggja nemendur svo til atlögu við sjálfan meistara kóm- edíunnar, Moliére, og sýna leik hans, L’Avare, sem síðar hefur verið kallaður Aurasálin. Að þessu sinni hét hann bara Harpagon eftir aðal- hlutverkinu, sem Þorsteinn lék einnig nú. Umsagnir blaðanna eru af- burðagóðar; Alþýðublaðið segir hann leika snilldarlega og með ólík- indum að svo ungur og óvanur piltur skuli ráða við svo erfitt við- fangsefni.6 Morgunblaðið kveður fáa muni gleyma þeirri mynd sem hann dragi upp af Harpagon.7 Það er og til marks um álit manna á hæfileikum Þorsteins, að árið eftir, þegar hann er sestur í Háskólann, koma menntskælingar að máli við hann og vilja fá hann til að leika titilhlutverkið í fyrirhugaðri sýningu þeirra á Jeppa á Fjalli. Taldi Þorsteinn sig ekki geta unnið verkið á þeim tíma, sem til boða stóð, og varð ekkert af nemendasýningu það árið. Eins og Heimir Þorleifsson bendir á, er þessi endurvakning skóla- leikja merkileg í leiklistarsögunni fyrir þær sakir, að þar komu fram þegar í upphafi tveir þeirra manna, sem síðar stóðu í framvarðarsveit íslenskrar leikarastéttar á þeim tíma sem sótt var fram til fullgilds at- vinnuleikhúss. En Reykjavík var á þessum árum lítill bær og leik- listarumsvif í skólanum áttu eftir að hafa áhrif á starfsemi sjálfs Leik- félags Reykjavíkur næstu ár. Námsmennirnir voru nú komnir á bragðið og staðráðnir að halda þessari iðju sinni áfram eftir að þeir voru sestir í Háskólann. Vorið 1928 tók til starfa Leikfélag stúdenta undir forystu Lárusar Sigurbjörnssonar. Lárus, sem varð síðar aðal- brautryðjandi fræðilegra rannsókna á íslenskri leiklistarsögu, hafði verið einn af helstu hvatamönnum að endurvakningu skólaleikja. Eftir stúdentspróf 1923 fór hann til náms í Kaupmannahöfn, en lauk því ekki og var nú aftur kominn heim. Var fyrsta sýning hins nýja stúdentaleikfélags í sama anda og menntaskólasýningarnar, því að enn var Holberg leikinn, að þessu sinni Den Stundelpse, eða Flauta- þyrillinn, undir stjórn Lárusar sjálfs. Þar lék Þorsteinn aðalhlut- verkið, „yfirleitt vel og sumstaðar ágætlega“ að því er Morgunblaðið segir í leikdómi sínum.8 Af einhverjum sökum tók hann ekki þátt í næstu sýningu félagsins á Hrekkjum Scapins eftir Moliére vorið 1929, þó að hann sæti í stjórn félagsins. Þá bar svo við, að stúdentar höfðu fengið til liðs við sig Harald Björnsson, nýútskrifaðan leikara frá skóla Konunglega leikhússins í Kaupmannahöfn, sem taldi ekki
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.