Andvari - 01.01.1995, Page 22
20
JÓN VIÐAR JÓNSSON
ANDVARI
sjálfan mig hvort Gleipnir leiklistarinnar hafi ekki einmitt á þessari
stundu verið mér felldur.“5
Arið eftir leggja nemendur svo til atlögu við sjálfan meistara kóm-
edíunnar, Moliére, og sýna leik hans, L’Avare, sem síðar hefur verið
kallaður Aurasálin. Að þessu sinni hét hann bara Harpagon eftir aðal-
hlutverkinu, sem Þorsteinn lék einnig nú. Umsagnir blaðanna eru af-
burðagóðar; Alþýðublaðið segir hann leika snilldarlega og með ólík-
indum að svo ungur og óvanur piltur skuli ráða við svo erfitt við-
fangsefni.6 Morgunblaðið kveður fáa muni gleyma þeirri mynd sem
hann dragi upp af Harpagon.7 Það er og til marks um álit manna á
hæfileikum Þorsteins, að árið eftir, þegar hann er sestur í Háskólann,
koma menntskælingar að máli við hann og vilja fá hann til að leika
titilhlutverkið í fyrirhugaðri sýningu þeirra á Jeppa á Fjalli. Taldi
Þorsteinn sig ekki geta unnið verkið á þeim tíma, sem til boða stóð,
og varð ekkert af nemendasýningu það árið.
Eins og Heimir Þorleifsson bendir á, er þessi endurvakning skóla-
leikja merkileg í leiklistarsögunni fyrir þær sakir, að þar komu fram
þegar í upphafi tveir þeirra manna, sem síðar stóðu í framvarðarsveit
íslenskrar leikarastéttar á þeim tíma sem sótt var fram til fullgilds at-
vinnuleikhúss. En Reykjavík var á þessum árum lítill bær og leik-
listarumsvif í skólanum áttu eftir að hafa áhrif á starfsemi sjálfs Leik-
félags Reykjavíkur næstu ár. Námsmennirnir voru nú komnir á
bragðið og staðráðnir að halda þessari iðju sinni áfram eftir að þeir
voru sestir í Háskólann. Vorið 1928 tók til starfa Leikfélag stúdenta
undir forystu Lárusar Sigurbjörnssonar. Lárus, sem varð síðar aðal-
brautryðjandi fræðilegra rannsókna á íslenskri leiklistarsögu, hafði
verið einn af helstu hvatamönnum að endurvakningu skólaleikja.
Eftir stúdentspróf 1923 fór hann til náms í Kaupmannahöfn, en lauk
því ekki og var nú aftur kominn heim. Var fyrsta sýning hins nýja
stúdentaleikfélags í sama anda og menntaskólasýningarnar, því að
enn var Holberg leikinn, að þessu sinni Den Stundelpse, eða Flauta-
þyrillinn, undir stjórn Lárusar sjálfs. Þar lék Þorsteinn aðalhlut-
verkið, „yfirleitt vel og sumstaðar ágætlega“ að því er Morgunblaðið
segir í leikdómi sínum.8 Af einhverjum sökum tók hann ekki þátt
í næstu sýningu félagsins á Hrekkjum Scapins eftir Moliére vorið
1929, þó að hann sæti í stjórn félagsins. Þá bar svo við, að stúdentar
höfðu fengið til liðs við sig Harald Björnsson, nýútskrifaðan leikara
frá skóla Konunglega leikhússins í Kaupmannahöfn, sem taldi ekki