Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1995, Side 36

Andvari - 01.01.1995, Side 36
34 JÓN VIÐAR JÓNSSON ANDVARI ingi.30 Allir samstarfsmenn Þorsteins, sem ég hef náð að spyrja um þetta atriði, hafa lokið upp um það einum munni, hversu gjöfull hann hafi verið við þá sem stóðu á sviðinu með honum, einkum ef þeir bjuggu ekki yfir sömu reynslu og hann. Steindór Hjörleifsson, sem á þessum árum var að skipa sér í röð efnilegustu leikara L. R., hafði sérstakt orð á því við mig, hversu fús Þorsteinn hefði verið að miðla af þekkingu sinni, ekki síst á öllu sem laut að íslensku máli. Það hafi oft verið setið að spjalli að sýningum loknum, þegar stór- leikarinn var ekki tilbúinn til að fara strax heim til sín eftir átaka- mikið kvöld, en þurfti að „ná sér niður“, eins og títt er þegar þannig stendur á hjá leikurum; á slíkum stundum hafi sá yngri þegið ýmsa nytsama lærdóma af hinum eldri. Um miðjan mars 1951 frumsýndi L. R. Önnu Pétursdóttur, mikið drama, skrifað snemma á öldinni, og frá sjónarhóli íslenskrar leik- ritunarsögu merkast fyrir þær sakir, að það er talið hafa veitt Jóhanni Sigurjónssyni innblástur, þegar hann var að skrifa Galdra-Loft. Lengst verður verksins þó sjálfsagt minnst fyrir kvikmyndina Dagur reiðinnar, sem Daninn Carl Dreyer gerði eftir því. Leikurinn gerist á tímum galdrafárs og snýst um forboðnar ástir, afbrýði, hjátrú og myrkraverk. Aðalpersónan Anna Pétursdóttir, sem ung leikkona, Katrín Thors, lék í þessari sýningu, hefur verið gefin rosknum presti gegn vilja sínum og þegar heitar ástir kvikna með henni og syni prests, gerast válegir hlutir: Anna óskar manni sínum dauða af mikl- um þunga, líkt og Loftur Steinunni, og eins og Loftur fær hún þeirri ósk fullnægt. Fyrir bragðið er hún borin sökum um galdra og lætur lífið á bálinu. í sýningu L. R. lék Þorsteinn prestinn Absalon Beyer, að sögn Asgeirs Hjartarsonar, „af verulegum þrótti og sönnu lífi og ber af öðrum leikendum, myndugur og gáfulegur sem hinu lærða göfugmenni sæmir, ósvikinn endurreisnarmaður er við kynnumst honum fyrst, fylltur lífsþorsta og athafnaþrá og föðurlega hreykinn af syni sínum.“31 Kveður Ásgeir hann lýsa meistaralega „breytingu þeirri sem verður á séra Absalon, samviskubiti hans, sárri þreytu og sálarstríði“. Sama sinnis er Sigurður Grímsson, sem um árabil skrif- aði leikdóma í Morgunblaðið; segir leik Þorsteins áhrifamikinn og sterkan og bregður því einnig við, hversu góð skil hann geri þeirri breytingu, sem verður á presti „er hann kemur heim til sín í þriðja þætti, beygður og sár og gerir upp lokareikningana við konu sína“.32 Agnar Bogason er hins vegar ekki eins hrifinn; kveður leikarann
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.