Andvari - 01.01.1995, Qupperneq 36
34
JÓN VIÐAR JÓNSSON
ANDVARI
ingi.30 Allir samstarfsmenn Þorsteins, sem ég hef náð að spyrja um
þetta atriði, hafa lokið upp um það einum munni, hversu gjöfull
hann hafi verið við þá sem stóðu á sviðinu með honum, einkum ef
þeir bjuggu ekki yfir sömu reynslu og hann. Steindór Hjörleifsson,
sem á þessum árum var að skipa sér í röð efnilegustu leikara L. R.,
hafði sérstakt orð á því við mig, hversu fús Þorsteinn hefði verið að
miðla af þekkingu sinni, ekki síst á öllu sem laut að íslensku máli.
Það hafi oft verið setið að spjalli að sýningum loknum, þegar stór-
leikarinn var ekki tilbúinn til að fara strax heim til sín eftir átaka-
mikið kvöld, en þurfti að „ná sér niður“, eins og títt er þegar þannig
stendur á hjá leikurum; á slíkum stundum hafi sá yngri þegið ýmsa
nytsama lærdóma af hinum eldri.
Um miðjan mars 1951 frumsýndi L. R. Önnu Pétursdóttur, mikið
drama, skrifað snemma á öldinni, og frá sjónarhóli íslenskrar leik-
ritunarsögu merkast fyrir þær sakir, að það er talið hafa veitt Jóhanni
Sigurjónssyni innblástur, þegar hann var að skrifa Galdra-Loft.
Lengst verður verksins þó sjálfsagt minnst fyrir kvikmyndina Dagur
reiðinnar, sem Daninn Carl Dreyer gerði eftir því. Leikurinn gerist á
tímum galdrafárs og snýst um forboðnar ástir, afbrýði, hjátrú og
myrkraverk. Aðalpersónan Anna Pétursdóttir, sem ung leikkona,
Katrín Thors, lék í þessari sýningu, hefur verið gefin rosknum presti
gegn vilja sínum og þegar heitar ástir kvikna með henni og syni
prests, gerast válegir hlutir: Anna óskar manni sínum dauða af mikl-
um þunga, líkt og Loftur Steinunni, og eins og Loftur fær hún þeirri
ósk fullnægt. Fyrir bragðið er hún borin sökum um galdra og lætur
lífið á bálinu. í sýningu L. R. lék Þorsteinn prestinn Absalon Beyer,
að sögn Asgeirs Hjartarsonar, „af verulegum þrótti og sönnu lífi og
ber af öðrum leikendum, myndugur og gáfulegur sem hinu lærða
göfugmenni sæmir, ósvikinn endurreisnarmaður er við kynnumst
honum fyrst, fylltur lífsþorsta og athafnaþrá og föðurlega hreykinn
af syni sínum.“31 Kveður Ásgeir hann lýsa meistaralega „breytingu
þeirri sem verður á séra Absalon, samviskubiti hans, sárri þreytu og
sálarstríði“. Sama sinnis er Sigurður Grímsson, sem um árabil skrif-
aði leikdóma í Morgunblaðið; segir leik Þorsteins áhrifamikinn og
sterkan og bregður því einnig við, hversu góð skil hann geri þeirri
breytingu, sem verður á presti „er hann kemur heim til sín í þriðja
þætti, beygður og sár og gerir upp lokareikningana við konu sína“.32
Agnar Bogason er hins vegar ekki eins hrifinn; kveður leikarann