Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1995, Page 40

Andvari - 01.01.1995, Page 40
38 JÓN VIÐAR JÓNSSON ANDVARI Við eigum því varðveitt sýnishorn af túlkun þeirra beggja, að vísu frá mismunandi tíma og unnin við ólíkar aðstæður. Er yngri upptakan að sjálfsögðu leikin inn á segulband og því mun snyrtilegri að allri áferð en sú eldri, sem var tekin upp á plötur. Þeirri upptökuaðferð fylgdi sá ókostur, að ekki mátti hafa neina viðstöðu eftir að leikurinn var hafinn, ef platan átti ekki að ónýtast. í segulbandsupptökum geta menn hins vegar haft alla sína hentisemi: numið staðar í miðjum klíðum, endurtekið og átt margar útgáfur af sama atriðinu og jafnvel einstökum tilsvörum, sem síðan er hægt að klippa inn í bandið, eftir því sem þurfa þykir. Það er því ekki fyllilega sanngjarnt að leggja að jöfnu hljóðritanir, sem eru unnar við svo ólík skilyrði. Engu að síður virðist manni sem þessar tvær gefi nokkuð góða mynd af ólíkum vinnubrögðum leikaranna tveggja. Túlkun Þorsteins er, eins og Ás- geir segir, mjög hófstillt og þó í engu dregið úr afglapahætti dóm- arans; áherslan lögð svo ákveðið á aulaskap hans, að úr verður miklu fremur brjóstumkennanlegur kjáni, en hrokafullur stórbokki. Það er að vísu svolítið erfitt að trúa því, að svo treggáfaður maður hafi nokkru sinni lokið lagaprófi af nokkru tagi, hvað þá öðlast embættis- frama, en hver fæst um slíkt á meðan spaugilegar uppákomur og elskuleg tilfinningasemi leiksins heldur hug hans föngnum?! Fáir hygg ég mundu vilja lýsa þessum Útvarps-Kranz - sem er að sönnu um tuttugu árum yngri en sá Kranz sem Þorsteinn sýndi á sviði L. R. - sem farsakenndum og lítt hugsuðum, eins og Agnar Bogason held- ur fram. Hér kemur vitnisburður Ásgeirs miklu betur heim við það sem hljóðritunin frá 1970 miðlar okkur; a. m. k. er það eindregin til- finning þess sem hér skrifar. Hjá Brynjólfi ber hins vegar meira á hinu drembiláta yfirvaldi og leikur hans er talsvert ýktari og óbeisl- aðri, sums staðar nokkuð groddalegur, einkum framan af. Víða er hann þó bráðhlægilegur, t. d. í samtali Kranz og Skrifta-Hans í 2. þætti, þar sem þorparinn leikur á dómarann. L. R. var heppið með gamanleiki sína þetta leikár og hefur sjálf- sagt ekki veitt af. Seinna um veturinn kom Góðir eiginmenn sofa heima, sem gekk í rúm fjörutíu skipti, en þar var Þorsteinn ekki með, enda önnum kafinn við að undirbúa næsta stórhlutverk, Jean Valjean í leikgerð Gunnars R. Hansens á Vesalingum Victors Hugos. Sú sýn- ing var frumsýnd í aprílbyrjun við ágætar undirtektir. Eins og allir unnendur Vesalinganna muna er Jean Valjean í upphafi galeiðuþræll, sem hverfur af glæpabrautinni þegar góðviljaður biskup miskunnar
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.