Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1995, Síða 66

Andvari - 01.01.1995, Síða 66
64 RAGNHILDUR RICHTER ANDVARI hvað það hugsaði svona um hitt og þetta, og svo væri ekki verra að fá einhverja reglulega hetjusögu með, því þær gerast alltaf á svona stöðum. Og svo náttúrlega eitt- hvað hjartnæmt, fólki þykir svo varið í það sem er sorglegt og fallegt, - ekki eins og þessar sögur af fátæktinni, sem þessir kommúnistar eru alltaf að búa til, um lús og sóðaskap og illmennsku og allskonar óþverra, sem aldrei hefur átt sér stað. Því fólk getur nú verið þrifið og góðar manneskjur þó það sé fátækt. (58) En Sigríður lætur ekki tilleiðast og segir svosem ekki miklu logið um lús- ina, mikið hafi verið um hana enda erfitt að halda öllu hreinu. í huga Sig- ríðar hefur sveitalífið hvorki yfir sér sama rómantíska bjarma og það hefur í huga Elínar sem þekkir það aðeins af afspurn, né heldur sér hún þá sem betur máttu sín sem illmenni, fátæktin hafi ekki síður gert menn vonda en ríkidæmið. Þannig afneitar hún hefðbundinni andstæðuhugsun, að alltaf sé víst hvað er rétt og hvað rangt, hverjir góðir og hverjir vondir. Elínu tekst ekki að telja Sigríði hughvarf, hvort tveggja er að hún vill ekki stilla sér upp fyrir framan fólk og svo hitt að hún segist ekki kunna „að segja frá og hef heldur ekki frá neinu að segja.“ (60) Sigríður bendir Elínu á að leita frekar til karlmanns, „þeir hafa frá svo mörgu að segja - og tekst það svo miklu betur en okkur. Enda voru það þeir, sem stóðu í þrekraununum, við biðum og horfðum á, það er konunnar hlutskipti, - og getur verið ærin þrekraun á stundum, að okkur finnst.“ (59) Þrekraunir karlmanna hafa alltaf þótt viðeigandi efni í sögur, það er Sigríði Ijóst. Samtalið vekur upp sárar minningar í huga Sigríðar og hún rifjar upp líf- ið á Sæbóli á þann hátt að lesendum dylst ekki að þar er efni í margar sög- ur: Sæból. Baðstofan síðari hluta dags, og búið að flytja allt veraldargóss fjölskyldunnar um borð í póstskipið til umskipunar í kaupstaðnum á suðurleið. Hún stendur þar í auðri baðstofunni, roskin kona, níu barna móðir, og það er allt farið sem einu sinni var. Og samt er það allt þarna: þögull, innibyrgður harmur ógæfudaganna, fögnuður sólskinsdaganna, glaðværir hlátrar barnanna, óskir þeirra og andstreymi, ærsl og tár, eftirvænting hennar sjálfrar, þegar hún steig sín fyrstu spor á þessu gólfi ung mær. Framtíðardraumar hennar og unga mannsins sem nú er að verða gamall, hefur þegar slitið taugina, sem rígbindur hana enn í sömu sporum á baðstofugólfinu, óhreinu eftir seinasta umrótið. Hún heyrir hann kalla neðan af hlaðinu og læzt vera að athuga hvort nokkuð sé eftir. En það er ekkert eftir. Ekkert, nema óljósir draumar um allt sem þau ætluðu einu sinni að gera. Svo finnur hún taugina slitna, - og það er allt að baki. (60) En Sigríður segist hvorki kunna að segja frá né hafa frá neinu að segja. Hennar saga verður ekki felld inn í uppskrift Elínar að góðri sögu: „flest okkar eiga í hjartanu dofinn blett þar sem taugin slitnaði, - það er ekkert mál til fyrir hann.“ (54)
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.