Andvari - 01.01.1995, Page 68
66
RAGNHILDUR RICHTER
ANDVARI
og ýmislegt átti að gerast eftir það og hver gæti sagt frá því ef aðalpersónan
fengi að vera fyrsta persóna?
En til að skrifa góða bók er ekki nóg að skrifa í fyrstu persónu heldur
verður höfundur að fjarlægja öll verksummerki sín úr textanum og halda
sér víðs fjarri:
. . .hvort sem Góð Bók er skrifuð í fyrstu eða þriðju persónu, þá verður hún aldrei
Marktækt Hugverk ef höfundurinn er nokkursstaðar nærri, hvort heldur er álengdar
eða inni í miðju verki. (7-8)
Þannig hæðist Jakobína að þeim sem þykjast geta metið gæði skáldverka
án þess að taka nokkurt mið af efni þeirra og sem hafa ákveðið í eitt skipti
fyrir öll réttu uppskriftina að góðu skáldverki.
Sagan sjálf fylgir svo vitanlega ekki þeirri forskrift að góðu skáldverki
sem gefin er í innganginum. Rammi aðalsögunnar er ferð tveggja kvenna
sem fyrir tilviljun deila klefa á Esjunni á leiðinni suður. Hún er vissulega
sögð í fyrstu persónu, en þær skiptast á að vera sú fyrsta persóna, sögukon-
an og Sala, Salóme Kjartansdóttir. Og þótt sagan sé ævisaga Sölu fer því
fjarri að sögukonan dragi sig í hlé heldur skiptir hún sér stöðugt af sögunni
og gerir við hana athugasemdir auk þess sem hún er hinn nauðsynlegi
hlustandi Sölu. / sama klefa er þannig hvorki Góð Bók né Marktækt Hug-
verk sé hún metin samkvæmt hinum háðulegu forskriftum sögukonunnar í
inngangi.
í smásögunni „Þessi blessaða þjóð“ sem birtist í smásagnasafninu Púnkt-
ur á skökkum stað (1964) segir gömul kona, móðir húsmóðurinnar á bæn-
um, sögur af löngu liðnum atburðum og vill þannig forða þeim frá
gleymsku. Ungur maður á erindi á bæinn. Hann er með öllu ófróður og
næsta áhugalaus um gengnar kynslóðir en gamla konan lifnar öll við. Hún
hafði þekkt til afa unga mannsins og ömmu og segir honum söguna af því
þegar amma hans varð úti eftir að vaka þrjá sólarhringa yfir sængurkonu
sem henni hafði ekki tekist að bjarga. Barnið lifði og hún tók það með sér
og ætlaði að ala það upp með sínum börnum. Á heimleiðinni varð hún úti í
aftakaveðri, örþreytt, en hvítvoðunginn bar hún innanklæða og þar lifði
hann af. Afi unga mannsins lauk ætlunarverki konu sinnar og ól barnið upp
með sínum sex móðurlausu börnum.
Þessa sögu finnst gömlu konunni að ungi maðurinn verði að kunna og
hún setur fram stefnuyfirlýsingu um tilgang og eðli skáldskapar. Þegar hús-
móðirin segir afsakandi við gestinn:
- Hún mamma er alveg óstöðvandi þegar hún fer að segja frá einhverju. Hún er öll í