Andvari - 01.01.1995, Síða 75
andvari
„allar góðar skáldsögur ERU SANNAR"
73
[-] Kannski var það kvöldið sem hún sagði allt í einu, óvænt: Af hverju hefur þú
engin réttindi? Þú hefur aldrei hugsað um að læra neitt.
Það voru ekki orðin sjálf, heldur hvernig hún sagði þau, það var eins og heill heim-
ur hrapaði, hryndi í rúst. Og upp af þessum rústum reis þykkja hans, þung, köld, ill. -
Hefur þú einhver réttindi? spurði hann á móti. (32)
En spurning hans er marklaus, það veit hann vel. Það er ekki hlutverk
kvenna að afla sér réttinda, þær giftast bara. Og seinna, þegar Gulli er
kominn á sjóinn, heldur Stella áfram:
En jafnvel sjórinn var annar en áður, - og þar hafði hann engin réttindi heldur.
- Því fórstu ekki í sjómannaskólann, úr því þú vildir endilega vera á sjónum?
spurði hún. Hann hafði aldrei hugsað um það, hversvegna, vissi hann ekki. Þessvegna
þagði hann. Þessvegna búa þau enn í bragga. (33-34)
Þannig tekur hann sökina á sig. Honum finnst fátæktin og það að þau búa í
bragga vera helsta ástæða óhamingjunnar og sín sök. Hann er óöruggur og
tekur orð hennar strax sem ásökun og viðurkennir réttmæti þeirrar ásök-
unar.
Stella er örugglega löngu búin að gleyma orðum sínum sem ekki voru
sögð af eins mikilli alvöru og þau voru meðtekin. Hún leitar líka skýringa á
óhamingju þeirra hjá sjálfri sér:
Einu sinni var hann svo góður, - hún man ekki hvenær það var. Það er orðið langt
síðan. Þá var hún líka góð. Af hverju geta þau ekki verið eins og Maja og Stebbi? Af
hverju getur hún ekki verið eins og Maja, alltaf góð, alltaf fagnandi og ástfangin af
manninum sínum þegar hann kemur í land? Stebbi er þó bara háseti eins og Gulli.
Og þau hafa verið gift í tíu ár. En þau hafa aldrei búið í bragga. Og þau eiga ekki
nema tvö börn. Ef hún væri ekki alltaf svona þreytt, - og alltaf ólétt -. Það er skrítið
að hún skuli alltaf verða ólétt, hvað sem þau reyna. (47)
Þegar sagan gerist gengur Stella með sjöunda barn þeirra hjóna. I huga
Stellu eru það allt of tíðar barneignir sem ásamt bragganum eru undirrót
óhamingju þeirra. Hún segir ekki hvað það er sem þau gera til að koma í
veg fyrir þungun, en lesendur sem lifa sig inn í söguna óska þess að hún
hefði fyrir löngu leitað ráða hjá Maju sem virðist hafa betri tök á ham-
ingjunni og getnaðarvörnum. Ef til vill tekur Stella sífelldum óléttum sín-
um sem refsingu fyrir sinn þátt í ófullnægjandi hjónabandi.
Hér, sem endranær í sögum Jakobínu, er ekki boðið upp á einföld eða
stöðluð svör við spurningunni um hvað það er sem veldur óhamingju sögu-
persónanna. Einhvers staðar hefur persónurnar borið af leið, þær vita ekki
hvar og finna ekki leiðina til baka.
Þessar óhamingjusömu persónur Jakobínu eru fátækt fólk sem heyr
harða lífsbaráttu. En það er of mikil einföldun að kenna fátæktinni um