Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1995, Side 81

Andvari - 01.01.1995, Side 81
andvari „ALLAR GÓÐAR SKÁLDSÖGUR ERU SANNAR' 79 heim bernskunnar, ekki eins og hann var, heldur eins og minnið hefur leik- ið hann og tungumálið endurskapað í textanum. Það er sá sáttmáli sem les- andinn verður að samþykkja vilji hann eignast hlutdeild í barndómi Jakobínu. Meðan Jakobína gengur um bæinn í huganum rifjast upp atvik tengd ákveðnum stöðum í húsunum: Stoðirnar í göngunum eru gildar og svartar eins og kötturinn hans pabba var. Köttur- inn klifrar langt upp eftir stoðum, ótrúlega langur, lætur ískra í stoðinni, svartur, gljá- andi, með græn augu sem lýsa í myrkri. (16) Minningin um stoðirnar vekur minninguna um fallegan köttinn sem „verð- ur að deyja af því hann er grimmur“ (16) og ræðst á yngri börnin og klórar þau. Og sá köttur kallar fram annan kött: Ju, skólabróðir minn og jafnaldri á Látrum gaf mér bröndóttan kettling vorið sem ég fermdist, lítinn, snotran með augu fyrst blá, svo gul, stundum hvort tveggja. Sá köttur varð aldrei stór og grimmur, klifraði aldrei upp stoðirnar í göngunum, saknaði móður sinnar og systkina, veslaðist upp og dó. Enginn lét hann deyja, hann dó bara, kannski úr sorg. Ég fór í vist um sumarið. Ætlaði út í heim. Ekki vera mamma fyrir lítinn kettling. Og raunar ekki fyrir neinn. (16-17) Jakobína tengir dauða þessa kattar og útþrá sína. Hún vildi fara út í heim en ekki binda sig yfir kettinum. Og raunar engum. En syrgði kötturinn kannski Jakobínu ekki síður en móður sína? Og tekur hún á sig sökina á dauða hans? Minningin um grimma köttinn kallar einnig fram þá sáru vitneskju að til þess að fólkið fái góðan mat verða dýrin að deyja, þótt þau séu ekki grimm, og í meðferð mömmu breytast þau í mat. Þegar Jakobína kemur að rangalanum „sem var byggður yfir bæjarlæk- inn svo hægt væri að ná í vatn innanbæjar þegar snjór og ís lokuðu lækinn úti“ (20) lifnar þrettándakvöld nokkurt við og hún deilir því með lesendum sínum. Það er ekkert gaman þetta þrettándakvöld því mamma er mikið veik og henni batnar ekkert af dropunum sem pabbi gefur henni. Jakobína hefur lesið um töfra þrettándakvölds og hún stelst með Dísu systur sinni inn í rangala, alla leið að lækjarhellunni. Þær eiga þangað brýnt erindi: Á miðnætti. Á miðnætti breytist allt vatn í vín, heilagt vín, sem læknar alla sjúkdóma. Mamma á að fá það. Nú hlýtur að vera komið mjög nær miðnætti og ég dreypi eins ört og mér er unnt á vatninu. Við þegjum systurnar, því það er heilagt hérna. (21-22) En kraftaverkið gerist ekki, vatnið heldur áfram að vera vatn. Pabbi út- skýrir fyrir henni eðli sögunnar um vatnið:
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.