Andvari - 01.01.1995, Qupperneq 81
andvari
„ALLAR GÓÐAR SKÁLDSÖGUR ERU SANNAR'
79
heim bernskunnar, ekki eins og hann var, heldur eins og minnið hefur leik-
ið hann og tungumálið endurskapað í textanum. Það er sá sáttmáli sem les-
andinn verður að samþykkja vilji hann eignast hlutdeild í barndómi
Jakobínu.
Meðan Jakobína gengur um bæinn í huganum rifjast upp atvik tengd
ákveðnum stöðum í húsunum:
Stoðirnar í göngunum eru gildar og svartar eins og kötturinn hans pabba var. Köttur-
inn klifrar langt upp eftir stoðum, ótrúlega langur, lætur ískra í stoðinni, svartur, gljá-
andi, með græn augu sem lýsa í myrkri. (16)
Minningin um stoðirnar vekur minninguna um fallegan köttinn sem „verð-
ur að deyja af því hann er grimmur“ (16) og ræðst á yngri börnin og klórar
þau. Og sá köttur kallar fram annan kött:
Ju, skólabróðir minn og jafnaldri á Látrum gaf mér bröndóttan kettling vorið sem ég
fermdist, lítinn, snotran með augu fyrst blá, svo gul, stundum hvort tveggja. Sá köttur
varð aldrei stór og grimmur, klifraði aldrei upp stoðirnar í göngunum, saknaði móður
sinnar og systkina, veslaðist upp og dó. Enginn lét hann deyja, hann dó bara, kannski
úr sorg. Ég fór í vist um sumarið. Ætlaði út í heim. Ekki vera mamma fyrir lítinn
kettling. Og raunar ekki fyrir neinn. (16-17)
Jakobína tengir dauða þessa kattar og útþrá sína. Hún vildi fara út í heim
en ekki binda sig yfir kettinum. Og raunar engum. En syrgði kötturinn
kannski Jakobínu ekki síður en móður sína? Og tekur hún á sig sökina á
dauða hans?
Minningin um grimma köttinn kallar einnig fram þá sáru vitneskju að til
þess að fólkið fái góðan mat verða dýrin að deyja, þótt þau séu ekki
grimm, og í meðferð mömmu breytast þau í mat.
Þegar Jakobína kemur að rangalanum „sem var byggður yfir bæjarlæk-
inn svo hægt væri að ná í vatn innanbæjar þegar snjór og ís lokuðu lækinn
úti“ (20) lifnar þrettándakvöld nokkurt við og hún deilir því með lesendum
sínum. Það er ekkert gaman þetta þrettándakvöld því mamma er mikið
veik og henni batnar ekkert af dropunum sem pabbi gefur henni. Jakobína
hefur lesið um töfra þrettándakvölds og hún stelst með Dísu systur sinni
inn í rangala, alla leið að lækjarhellunni. Þær eiga þangað brýnt erindi:
Á miðnætti. Á miðnætti breytist allt vatn í vín, heilagt vín, sem læknar alla sjúkdóma.
Mamma á að fá það. Nú hlýtur að vera komið mjög nær miðnætti og ég dreypi eins
ört og mér er unnt á vatninu. Við þegjum systurnar, því það er heilagt hérna. (21-22)
En kraftaverkið gerist ekki, vatnið heldur áfram að vera vatn. Pabbi út-
skýrir fyrir henni eðli sögunnar um vatnið: