Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1995, Side 82

Andvari - 01.01.1995, Side 82
80 RAGNHILDUR RICHTER ANDVARI „Það er bara -,“ pabbi þagnar og leitar að orði, orði sem hæfir, „gömul - þjóðtrú, - kannski sprottin af von um kraftaverk í sárri neyð. Og nú skulum við koma inn. Það er komið nokkuð langt fram yfir miðnætti." (22) Við útskýringu pabba breytist heimur Jakobínu. Hún, sem áður hélt að hægt væri að trúa orðum og taka mark á því sem stendur í bókum, verður nú að sætta sig við að ekki er hægt að taka allt bókstaflega. Sumar sögur, kannski þær bestu, verður að túlka og undir yfirborðinu geta þær birt allt annan sannleika en virðist í fyrstu. Minningarnar í í barndómi eru hvorki í tímaröð né nokkurri röklegri röð annarri, heldur leyfir Jakobína huganum að reika, fangar eina og eina svip- mynd sem kemur upp í hugann og nemur staðar til að höndla þær tilfinn- ingar sem henni tengjast til að festa þær á blað, áður en myndin hverfur aftur í djúp gleymskunnar. Sú klisja að bernskan sé tími öryggis, hamingju og samræmis fær ekki stuðning í bernskuminningum Jakobínu. Vissulega tengjast minningar hennar öryggi, hamingju og samræmi en hún endurlifir ekki síður andstæð- ar tilfinningar öryggisleysis, óhamingju og glundroða. Þannig rifjar hún upp „skelfileg atvik í baðstofu í afskekktri vík“ (70), þegar pabbi reiðist orðum Jónu gömlu svo að hann ætlar að ráðast á hana með hníf en mamma nær að ganga á milli. Fullorðna konan sem rifjar upp veit aldrei hvað olli reiði pabba og reynir ekki að geta sér þess til, en þarna kynnist hún óttanum: Við krakkarnir getum aftur risið á fætur, höfum aftur fengið mál, en lágróma fyrst í stað. Þangað til grátur ungbarnsins kallar á mömmu. Allt verður eins og áður. Nema að frá þessari stundu veit ég að ógn skelfingarinnar getur orðið svo sterk að hún lami hljóð og mátt tii að hreyfa hönd eða fót. (71) Þótt krakkarnir jafni sig og allt virðist eins og áður gleymist hin lamandi skelfing aldrei heldur leitar hún upp á yfirborðið löngu seinna og fær list- ræna útrás í endurminningunum. I barndómi dregur upp mynd af bókhneigðri stúlku sem veit af gáfum sínum og þráir að ganga menntaveginn. Og svo virðist sem hún ætli að fá menntaþrá sinni svalað: Eg er að koma heim. Þarf að tala við mömmu og pabba um það sem hjónin í Rekavík eru að bjóða mér, ef ég má vera lengur hjá þeim. (97) Hvað hjónin í Rekavík buðu er ekki hægt að vita með vissu, en nærtækast er að tengja boð þeirra möguleikum á skólagöngu. En úr því getur ekki orðið. Mamma er veik og verður að komast á sjúkrahúsið á ísafirði og elsta dóttirin verður að bæla þrá sína og sinna skyldum sínum: Og ég segi engum drauminn minn. Ég verð að koma heim og ganga að þeim verkum mömmu, sem ég er fær um að inna af hendi með eldri systrum mínum. (97)
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.