Andvari - 01.01.1995, Side 83
andvari
„ALLAR GÓÐAR SKÁLDSÖGUR ERU SANNAR"
81
Jakobína skilur við okkur daginn sem mamma fer á sjúkrahúsið, þann dag
lýkur barndóminum og við tekur ábyrgð móðurinnar sem hún þarf að tak-
ast svo ung á hendur. Þann dag órar hana ekki fyrir því hvernig draumur
hennar um að skrifa sögur á eftir að rætast.
/ barndómi birtir okkur vissulega eftirminnilega mynd af lífi síðustu kyn-
slóðarinnar sem byggði Hornstrandir. En gildi bókarinnar felst þó ekki
fyrst og fremst í því. Að mínu mati er það hæfileiki Jakobínu til að endur-
skapa í textanum minningabrot sem voru gleymd, og endurvekja tilfinn-
ingar sem þeim tengjast, sem gera / barndómi að sönnustu og jafnframt
bestu sögu Jakobínu. í þeirri sögu eru Hornstrandir og gamli bærinn aðeins
umgjörð, aðalhlutverkið þar er í höndum Jakobínu sjálfrar, bæði þeirrar
Jakobínu sem í barndómi skoðaði sjálfa sig og umheiminn og þeirrar
Jakobínu sem löngu seinna rifjar þá skoðunarferð upp og miðlar þakklát-
um lesendum sínum.
TILVÍSANIR
1. Jakobína Sigurðardóttir: í barndómi, Reykjavík 1994, bls. 80-81. Hér eftir er vísað í verk
Jakobínu í sviga eftir hverri tilvitnun.
2. Sjá viðtal við Jakobínu í Þjóðviljanum - Nýju helgarblaði, 5. ágúst 1988.
3. Sjá inngang Helgu Kress að Draumi um veruleika, Reykjavík 1977, bls. 14-15. Sjá einnig
fyrrgreint viðtal við Jakobínu.
4. Draumur um veruleika, bls. 13.
5. Sagan af Snœbjörtu Eldsdóttur og Ketilríði kotungsdóttur kom út 1959.
6. Kvœði, 1960. Ný og aukin útgáfa kom út 1983.
/• Útgefin verk Jakobínu, auk þeirra sem að framan greinir, eru: Púnktur á skökkum stað
(1964), smásagnasafn; Dœgurvísa (1965), skáldsaga; Snaran (1968), skáldsaga; Sjö vind-
itr gráar (1970), smásagnasafn; Lifandi vatnið (1974), skáldsaga; / sama klefa (1981),
skáldsaga; Vegurinn upp á fjallið (1990), smásagnasafn og í barndómi, endurminningar
sem komu út að henni látinni 1994.
8- Virginia Woolf, Sérherbergi. Þýðandi Helga Kress. Reykjavík 1983, bls. 103-104.
9. Þess má geta að bæði Dœgurvísa og Lifandi vatnið hafa verið lagðar fram af íslands
hálfu í keppninni um Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs. Þá má nefna að síðustu árin
hlaut Jakobína heiðurslaun listamanna, eini kvenrithöfundurinn sem þau hefur hlotið.
10- Þjóðviljinn - Nýtt helgarblað 5. ágúst 1988.
U. Sama rit.
12- Sjá t.d. viðtöl við Jakobínu í Þjóðviljanum 20. mars 1977 og 20. júní 1979.
13. Þjóðviljinn 20. júní 1979.
6 Andvari '95