Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1995, Blaðsíða 89

Andvari - 01.01.1995, Blaðsíða 89
andvari VITIÐ í ÓVITINU 87 lýsingunni um flest það sem miður hefur farið á öldinni. Henni er kennt um að vekja með mönnum tilfinningar um framandleika og óhugnað í tæt- ingslegum heimi, henni er jafnvel borið á brýn að vinna að tortímingu ver- aldarinnar með börnum sínum, vísindum og tækni. Líta mætti á skáldsögur Einars Más sem innlegg í þetta andóf gegn anda upplýsingarinnar og um leið má segja að hann hafi skrifað sig inn í hina rómantísku hefð. Þetta kann að hljóma undarlega en þegar betur er að gáð er vart að finna jafnmikla upphafningu á sjálfinu, ímynduninni og hinum listræna sköpunarkrafti í verkum annarra íslenskra nútímahöfunda. Það mætti jafnvel líta á verk hans sem uppreisn gegn hinum raunsæja frásagnar- hætti, hinni rökrænu sögu- og heimssýn. Nútíminn er ekki röklegur og full- ur af samræmi, samkvæmt sögusýn Einars Más, hann er nær því að vera óskiljanlegur. Nútíminn krefst hins vegar ekki skilnings heldur miklu frem- ur sköpunar, að maðurinn virki sköpunarmátt sinn og ímyndunarafl til góðs. Fyrsta skáldsaga Einars Más hét Riddarar hringstigans (1982). Sagan er sögð frá sjónarhóli sex ára drengs, Jóhanns Péturssonar, og fjallar um ævin- týri og prakkarastrik hans í úthverfi Reykjavíkurborgar einhverntímann á sjöunda áratugnum. En hún fjallar kannski ekki síður um vandamálið að vera til, að vera lítill drengur í þeim grákalda, lífvana heimi sem Einar Már hafði einnig lýst í Ijóðum fyrstu bóka sinna.3 Þetta er andlaus heimur stein- steypu og malbiks og þótt barnslegt ímyndunaraflið gæði hann oft brosi og hlýju hefur hann vinninginn að lokum. Þannig vígjast drengirnir til veru- leikans er einn þeirra, einn riddaranna, hrapar úr hringstiga miðaldakastal- ans - sem í raun er aðeins fokhelt steinhús - og lætur lífið. Önnur skáldsaga Einars Más, Vœngjasláttur íþakrennum (1983), er fram- hald þeirrar fyrstu. Eins og Riddarar hringstigans fjallar hún öðrum þræði um árekstur tveggja heima, hins lífsfrjóa og skapandi heims barnsins og hins dauðkalda heims steinsteypunnar. Hér takast á sköpun og tortíming. I upphafi sögu eru reistir dúfnakofar, heilt þorp af vængjuðu lífi sprettur upp eins og aldingarðurinn Eden í miðri borginni. Skyndilega hefur úthverfið lifnað við og drengirnir fá útrás í leik sínum að náttúrunni. En í lok sögu er þessi dýrðarheimur rifinn til grunna, enda náttúran - í líki dúfnaskíts - far- in að gerast of nærgöngul við malbikið og steypuna að mati húsmæðra hverfisins. í síðasta kafla bókarinnar verður syndaflóð sem hreinsar götur hverfisins af lífi. I þriðju skáldsögu Einars Más, Eftirmála regndropanna (1986), er svo dregin upp mynd af andlausum og þyrrkingslegum heimi fullorðinna í hverfinu. I henni er sjónarhornið annað en í tveimur fyrri bókunum. Hér er Jóhann Pétursson hvergi nærri og við kynnumst lífinu í hverfinu í gegnum nokkrar kunnuglegar persónur úr fyrri bókunum af eldri kynslóðinni. Við
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.